Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 24
22
Á enska smjörmarkaðimim er smjör frá Danmörk
borgað hæstu verði. Bkkert land kemst í því efni í
neinn samjöfnuð við Danmörk. Danir eru þar því efst-
ir á blaði með sitt smjör, bæði að þvi er snertir magn
þess, gæði og verð. Pessi kjör, er Danir verða að-
njótandi á Englandi, kosta þá mikið. Þeir gjöra allt,
er í þeirra valdi stendur til þess, að geta haldið sínu
öndvegissæti á enska smjörmarkaðinum. Það, sem öðru
fremur styður að þessu, eru samtök og fjelagsskapur
dönsku þjóðarinnar, samfara menntun þeirra, verklegri
og bóklegri. Langmestur hluti smjörsins er framleidd-
ur á sameignar- og samlagsmjólkurbúum. Þau eru
gjörð svo fullkomin, sem auðið er, bæði að húsakynn-
um, verkvjelum og öðrum áhöldum. Smjörverkuninni
fer ávallt fram, jafnframt því, sem smjörframleiðslan
eykst, og bændur er stöðugt verið að hvetja til fram-
takssemi og nýrrar dáðar. Smjörsýningar, stærri og
minni, eru haldnar, og verðiaun veitt fyrir hið bezta
smjör og beztu mjólk, er kemur á mjólkurbúin. Lög-
in frá 26. marz 1898, að öll mjólk skuli hituð upp i
85° C. hafa einnig stutt að því, að bæta smjörgjörðina.
Nautpeningi fjölgar stöðugt, og meðferð hans er víð-
ast hvar mjög góð. Frá 1893—1898 fjölgaði honum
um 47,250 nautkindur eða 2,8°/0- Sjerstaklega hefur
mjólkurkúnum fjölgað, og nemur fjölgun þeirra sjer á
parti 5,5 °/0. Þá eru það eptirlitsfjelögin, er mjög hafa
stutt að aukinni smjörframleiðslu síðustu árin. Yið árs-
lok 1899 voru þessi fjelög 186, er nutu styrks af opin-
beru fje. í þcim voru til samans 78,517 kýr alls, eða
428 að meðaltali í hverju fjelagi. Það er 7,4°/0 af
öllum kúafjöldanum í allri Danmörk („Tidslcrift for
Landölconomi“ 1900).
Mestan hluta smjörsins scnda Danir í smátunnum