Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 42
40
Þessi ílát eru þægileg klyf, og hægra að fara með
þau en hin stærri. Ef smjörið er flutt þangað, sem
það er flutt á skip, þá er minni ástæða til að horfa í
stærð ílátanna, og mætti þá eins nota þau, er taka
100 pund.
Það þykir fara bezt, að smjörílátin sjeu gyrt hvít-
um svigagjörðum. ílát með járngjörðum. sem eigi eru
rafhleyptar, má alls eigi nota. Aptur á móti veit jeg
eigi til, að fundið hafi verið að því, þótt þau hafi verið
gyrt rafmögnuðum járngjörðum. Ef ílátin eru gyrt
með svigagjörðum, sem þykir fallegast, þurfa þær að
vera sterkar, því að annars er hætt við, að þær hrökkvi
í sundur. Eigi má nota gömul ílát undir smjör, sem
sent er út, og því síður þau ílát, er flutzt hafa hiugað
undir smjörlíki. Áður en ílátin eru notuð, ríður á að
þvo þau vel að innan; að utanveríhi mega Jiau eigi
völcna.
2. UmbuSir smjörsins eru ílátið og bókfellspappír
(„ Pergamentspappír'j. Á ílátið hefur þegar verið
minnzt, og verður því sleppt að tala frekar um það.
Bókfellspappírinn er látinn innan um ílátið, áður smjör-
inu er drepið niður í það. Hann þarf að ná allt í
kring um smjörið, svo það komi hvergi við bcrt trjeð.
En áður en hann er notaður, þarf hann að liggja í
mjög söltu vatni að minnsta kosti sólarhring. Það er
áríðandi, að drepa smjörinu vel niður í ílátin, svo að
hvergi sje holt á milli laga, og gæta þess vel, að
smjörið falli út að hliðunum. Til að drepa smjörinu
niður, er gott að nota renndan trjohnall með skapti.
Áð öðru leyti skal hjer eigi farið frekari orðum um
þotta atriði, en vísa til ritgjörðar H. Orönfeldts: „Leið-
arvísir um meðferð mjólkur“.