Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 41
39
1. Smjörílátin. Eins og áður er tekið fram, senda
bæði Danir, Norðmenn og Svíar meginhluta af sínu
smjöri til Englands í ílátuin, er taka rúm 100 pund.
Ameríkumenn nota kassa undir smjörið, og taka þeir
vanalega um 60 pund. Þessir kassar eru ódýrari en
tunnurnar, og má auðvitað vel nota þá, en hræddur er
jeg um, að smjörið geymist ekki eins vel í þeim til
langframa og í tunnunum. Þó vil jeg ekkert fullyrða
um það. Jeg hef gjört ýmsar fyrirspurnir til manna,
er fást við smjörsölu, um það, hvers konar ilát að
enskum smjörkaupendum geðjist bezt að, og hvers sje
að gæta, að því er lögun þeirra og stærð snertir. Flest-
ir hafa svarað mjer því, að stærð ílátanna hefði eigi
næsta mikið að þýða við sölu smjörsins; það gilti
nokkurn veginn einu, hvort þau væru stærri eða minni.
Hitt hefði iniklu meiri þýðingu, að þau litu vel út,
væru hrein og fáguð. Hinir stærri smjörkaupendur á
Englandi vilja þó helzt, að hvert íiát taki rjett 100
pund ensk eða 101,6 pund dönsk. En ef ilátin eru
minni en hjer segir, þá færi bezt á því, að þau tækju
um 50 pund, eða þá 65—-70 pund. Þegar litið er á
ástæðurnar hjer á landi, þá mælir flest með því, að
ílát, sem notuð eru undir smjör til útflutnings, taki
70—80 pund. Hyggilegast tel jeg þó, þegar litið er
til krafa Englendinga, að notuð væru ílát, sem tækju
rúm 100 pund eða 65—70 pund. Nú eru ýmsir agn-
úar á því, að nota þessi stærri ilát. Það er lengur
verið að safna í hvert þeirra, en ef þau oru minni, og
auk þess eru þau mjög erfið í flutningi. Á mjólkurbú-
um, eins og þau munu gjörast hjer, þá er til þess kem-
ur, fara 2—3 dagar að fylla 100 punda ílát. Fyrir
því tel jeg bezt, að mjólkurbú og aðrir, er ætla sjer að
senda smjör út, noti þau ílát, er taki 65—70 pund.