Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 35
33
fjekkst því eigi sama verð fyrir það. Smjörið frá
mjólkurbúinu var sent í ílátum, er tóku 102—105 pd.
hvert. Að síðari sendingunni var það eitt fundið, að
nokkuð af smjörinu liefði verið orðið gamalt. Ef það
hefði eigi verið, er talið líklegt, að það mundi hafa
orðið selt á 90 aura pundið. Þessi siðari sending var
send í ílátum, er tóku 65—70 pd., og voru þau gyrt
með rafhleyptum járngjörðum. Töluvert af smjöri hefur
einnig verið seut út fyrir inilligöngu kaupfjelaganna
tvö siðustu árin. Hvernig það smjör hefur verið selt,
er mjer ekki vel kunnugtum; söluna á því hefur herra
Zöllncr annazt. Það, sem sent var út af smjöri síðasta
árið í kaupfjelögunum, mun hafa selzt fremur vel, að
minnsta kosti nokkur eða mestur hluti þess. Fyrir
sumt af því hafa fjelögin fengið 90 aura fyrir pundið.
Það sjest af þessu, sem þegar hefur verið tekið
fram, að fyrsta skilyrðið fyrir því, að sala á íslenzku
smjöri heppnist, er það, að smjörið sje vel verkað.
Hið helzta, er fundið hefur verið að því smjöri, ersent
hefur verið út, er: að það sje ósamkynja að gæðum,
mislitað, lítið saltað og ekki jafnt, súrt, og sumt af
því of garnalt. Það er því mjög áríðandi framvegis,
að reyna svo sem auðið er, að forðast þessa galla og
aðra íieiri. En það tekst bezt með því, að smjörið
sje búið til og verkað á mjólkurbúum eða rjómabúum,
þar sem bústýran er vön smjörgjörð, og hefur fengið
tilsögn í öllu því, er lýtur að meðferð mjólkur. Fyrir
því teldi jeg æskilegast, að eigi væri sent út annað
smjör sem íslenzkt en það, sem leitt er fram á mjólkur-
búum. Ef eigi er sent út til sölu annað smjör en það,
sem er vel til búið, samkynja að gæðum og útliti, og
með sömu ytri einkennum, þá geturn vjer átt víst, að
það verði keypt eigi síður eða við lægra verði en t. a.
3