Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 30
28
frá októbermán. til febrúurmán., að þeim mánuðum
með töldum. Sem dæmi vil jeg nefna, að árið 1898
fór smjörið að faila í verði í marzmánuði og hjelt því
áfram fram í maímánuð. En úr því fjell það ekki,
en stóð í stað frain í ágústmánuð, en þá tók verðið að
færast upp smátt og smátt. Hið lægsta verð á smjörinu
það ár var 86—87 aurar. Hæst verð var 1 kr. fyrir
pundið; það var í uóvembermánuði, og því verði hjelt
það optast fram í febrúarmánuð 1899. Fyrir þessa
sök er það, að Danir eru farnir að haga burði kúnna
eptir enska smjörmarkaðinum. Þeir reyna að koma
því svo fyrir, að kýrnar beri í ágústmánuði og framtil
októbermánaðarloka. Þær eru þvi það, sem vjer köll-
um haustbærar eða snemmbærar. Með þessu móti eru
kýrnar einmitt í hæstri nyt um það leytið, sem verð
á smjöri í Englandi er hæst.
Síðast liðið ár (1900) hefur þó smjörverðið verið
jafnara og haldið sjer betur, jafnt sumarmánuðina sem
hina, en nokkrusinni áður. Lægst var verðið ádönsku
smjöri í maímánuði, og komst það þá niður í 84 aura,
en það stóð eigi nema vikutíma. Hæst verð fjekkst
fyrir það í októbermánuði, og var það þá til jafnaðar
kr. 1,05.
Til frekari skýringar því, sem tekið hefur verið
fram um verð smjörsins, vil jeg leyfa mjer að tilfæra
hjer töfiur yflr gangverð á dönsku smjöri á Englandi
hina einstöku mánuði ársins. Taflan nær að eins yfir
2 ár, og er hún þannig :
1898—99: 1899—1900:
Nóvember . . 99,0 aurar . . 101,0 aurar.
Desember . . 104,0 — . . 104,0 —
Janúar . . . 96,0 — . . 98,0 —
Febrúar . . . 95,0 — . . 94,0 —