Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 158
156
að dæma kjöt, enda er það að eins dýralækna meðfæri,
en eina varúðarreglu má kenna, sem mikils er umvert,
og hún er sú, að sjóða vel kjötið, hvers kyns sem það
er. Berklabakterían þolir ekki suðu, deyr jafnvel við
85° hita C. Ef kjötið er því soðið nógu lengi og í smá-
um bitum, hverfur hættan að mestu.
Þá er mjólkin; hún er að því leyti hættulegri, sem
hennar er neytt optast án þess að hún sje soðin. En
það er bót í máli, að injólkin er sjaldnast hættuleg,
þótt kýrin hafi að eins einhvern snert af berklaveiki t. d.
í lungum; sú kýr er þó auðvitað viðsjálsgripur, þar
sem veikin getur, er minnst varir, brotizt út og orðið
að meini. Komist berklabakterían inn í blóðrásina og
þannig um allan iíkamann, svo að kýrin verður með tím-
anum öll gagntekin af veikinni, er mjólkin úr henni vana-
lega mjög hættuleg, en baneitruð er hún ætíð, þegar
berklaveikin er í sjálfu júgrinu, þótt hvergi sje hún
annars staðar í skepnunni, og þeim mun meiri cr hætt-
an, sem mjólk úr berklaveiku júgri er optast fyrstu
4—5 vikuruar óbreytt að bragði, lykt og útliti.
Eins og áður er um getið, fá kýr stundum berklaveiki
í júgrið á þann hátt, að bakteríurnar komast þangað
upp í gegnum spenagötin (með síðasta dropanum, sem
eptir mjaltirnar hangir við spenan og opt sýgst aptur
upp í júgrið), en opt koma þær innan að ineð blóðinu,
þegar kýrin er gagntekin af veikinni. Júgurveiki
þessi lýsir sjcr í byrjun sem æði-hörð og tilkenningarlaus
bóiga í einum eða fleirum júgurfjórðungum, einkum
hinum aptari, og tekur bólgan vanalega yfir meiri hluta
júgurfjórðungsins; sjaldan er hún sem „ber“ eða „hnút-
ar“. Mjólkin er óbreytt í mótsetningu við íiestar aðr-
ar júgurbólgur, en verður eptir mánaðartíma þunn og