Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 98
96
töluvert verið bætt. Engjalönd eru víðast hvar grasgeí-
in og grciðfær, og sumstaðar ágæt, svo eigi eru engjar
annarstaðar miklu betri. Skagafjörður er því að flestu
leyti búsældarleg sveit, enda hefur búskapur opt verið
þar góður, og enn eru þar þann dag í dag margir góð-
ir bændur. Hjeraðið er einnig nafnkonnt fyria fríðleik
sinn og náttúrufegurð, og verður eigi ofsögum af því
sagt. Þeim, sem ekki hafa sjeð Skagafjörðinn í allri
sinni dýrð, og efa, að hjer sje rjett skýrt frá, vil jeg
benda á, að lesa hið einkar-snotra og hugnæma kvæði
Hannesar Hafsteins: „Af Vatnsskarði". Jeg minnist
jafnan og gleymi seint þeirri undurfögru útsjón, er jeg
naut dagana 23. og 24. d. ágústmán. Veðrið var inndælt,
bjart og fagurt, og hjeraðið „broshýrt og blítt“. Fjöll-
in beggja vegna Skagafjarðar, sveipuð sólskini, gnæfðu
hátt við heiðan himininn, og fyrir utan tók við fjörðurinn
fagur og sljettur sem heiðartjörn. Hvílík náttúrufegurð!
Hver, sem hefur augun opin fyrir slíkri sjón, hlýtur að
vakna til umhugsunar og meðvitundar um, að „landið
er fagurt og frítt11, og minnast þess, að þetta land
verðskuldar, að vjer elskum það „alla vora dagau.
Úr Skagafirðinum fór jeg norður í Eyjafjarðarsýslu
að Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar býr Stefán Stefáns-
son alþiugismaður og kennari, búmaður mikill og áhuga-
samur um allt, er að búnaði lýtur. Hin fáu ár, sem
Stefán hefur búið á Möðruvöllum, hcfur hann bætt jörð-
ina mikið, bæði tún og engjar. Túnið er talið að vera
100 vallardagsláttur, en þegar hann lcom þar, var það
í mestu órækt. Engjar eru þar miklar, og er Stefán
byrjaður að bæta þær með vatnsveitingum, einkum
uppistöðu-áveitu. Það, sem voitt er á, sprettur ágæt-
lega, og sem dæmi vil jeg nefna, að siðasta surnar
fjengust 22 hestar af engjadagsláttunni úr einu áveitu-