Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 224
3. Hirðing á sauðfje stofnuuarinnar er langtum dýrari en
almennt gjörist á búum manna : 3—4 kr. á kind um
árið. Fjeð er of fátt handa einum fjármatini, en of
miklu vandkvæði bundið, ef hirðing á að fara svo úr
hendi sem til er ætlast, að fjárhirðir inegi binda sig
mikluin störfum þess utan. Svo þarf og fjárhirðir að
halda nákvæmar skýrslur, og eykur það honum tímatöf.
Loks er allmikill hluti af launum fjárhirðis ætlaður
fyrir tímatöf og átroðning af fjelagsmönnum og fieirum,
ekki einungis þá sjerstöku daga, sem kindurnar eru
hafðar til sýnis og sölu, heldur og opt endrarnær.
4. Þá reynist það og all-útdráttarsamt, að stofnunin þarf
að kaupa hvert viðvik, er gera þarf að búinu, fylista
verði, enda getur eigi bústjórn orðið vel natin í hönd-
um þeirra, er fjarvistum búa, eins og verið hefur um
stjórn fjelagsins.
5. Lað er aðaltilgangur stofpunarinnar, að afla sem ör-
uggastrar reynslu, og leiða í ljós þekkingu í fjárrækt-
inni. Til þess að þoka sem beinast að þessum til-
gangi, getur stofnunin í fæstum tilfellum stundað pen-
ingalegan hagnað, má eigi horfa í neinn kostnað, er
hún hefur ráð á að leggja fram, og verður opt að sæta
hálfgerðum afarkostum til þess að fá því framgengt,
sem virðist óhjákvæmilegt.
Hinn opinberi styrkur, sem fjelagið hefur fengið, nem-
ur talsverðu, eins og tekjuliðirnir 1—2 bera ineð sjer. En
gjaldliðirnir 1—4, sem í einu orði mega nefnast „stjórnar-
kostnaður11, taka upp helming haus. Nú má telja 75 kr.
af árslaunum fjárhirðis sama eðlis og þessa liði og hafa þá
8/., liins opinbera styrks eiginlega gengið til slíks kostnaðar.
Gautlöndum 23. október 1900.
Pjetur Jónsson.
form. fjel.