Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 54
52
inn og skýra mjer frá öllum grunsamlegum tilfellum.
Jeg fann þá kláða í 11 sveitum og gjörði lækningaráð-
stafanir.
Annars verð jeg að lýsa dálítið ástandinu í nyrðra
Bergenhúsamti. Menn höfðu um langan tíma verið í
líkum vandræðum með fjárkláðann í þessu amti, eins og
í syðra Bergenhúsamti og Stafangursamti, enda hafði
fjárkláðinn valdið þar líkum skaða og kostnaði. Bænd-
urnir höfðu um langan tíma verið að baða fje sitt og
lækna kláðann, en allar tilraunir þeirra til þess, að út
rýma fjárkláðanum, urðu árangurslausar. Pess vegna
mynduðu þeir sjer þá óbifanlegu skoðun, að fjárkláðinn
kæmi af cinhverjuin leyndardómsfulluro orsökum, og þó
að honum væri út rýmt um tíma, þá kæmi hann þó
jafnharðan aptur. Enn fremur höfðu bændur þá venju,
að slátra öllum kláðakindum á haustin; ef kláðinn svo
gjörði vart við sig að vetrinum, þá böðuðu þeir sauðfje
sitt, en böðunin var svo, að hún var alls eigi nægileg
til þess, að út rýma fjárkláðanum. Hún var að eins til
þess, ef svo má segja, að bæla kláðanu niður um tíma,
en með vorinu kom hann upp aptur með fullum krapti
Enn fremur gjörðu skoðunarmenn sumir mjer þann ó-
leik, að skýra mjer eigi tafarlaust frá grunsömum kláða-
tilfellum, og tafði það töluvert fyrir lækningum mínum.
Að öðru leyti skal jeg geta þess, til þess að sýna, að
kláðalækningarnar heimta talsverða þekkingu, að þá
um veturinn var á einum stað búið að dæma 2000 fjár
sein kláðasjúkt, og skipa fyrir um lækningu, en þegar
jeg kom og rannsakaði sauðfjeð, þá hafði ekki nokkur
ein kind hinn minnsta kláðavott, heldur annars konar
útbrot. Á öðrum stað höfðu um haustið verið fram-
kvæmdar baðanir á mörgu kláðafje, áður en jeg byrj-
aði starf mitt, en skömuiu síðar kom jeg í sveitina, og