Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 52
50
menn ekki skáru niðnr rneð góðu, var skorið niður
með valdi. Allt lenti í uppnámi. Pá var það, að
Morgenstjerne, amtinaður í Stafangursamti (114,223 í-
búar) fjekk upplýsingar hjá Konow, ríkisbúfræðlngi,
um ráðstafanirnar í syðra Bergenhúsamti. Konow hafði
fylgzt með kláðalækningunum síðan 1862, og varsann-
færður um, að hægt mundi vera að upp ræta fjárldáð-
ann, ef ráðstafanirnar gegn honum væru framkvæmdar
af kláðafróðum mönnum, svo að ekki þyrfti að grípa
til annars eins óyndisúrræðis og niðurskurðar, sem mundi
hafa í för með sjer stórkostlegt eignatjón.
Þogar Morgenstjerne fjekk þessar upplýsingar, þá
hafði hann úr vöndu að ráða. Hinn fyrirskipaði niður-
skurður var byrjaður, og átti að halda lionum áfram
tafarlaust. Amtmaður hafði ckkert fje til umráða, og
hann hafði ekki svo mikið sem tíma til að kalla amts-
ráðið saman. Samt sem áður rjeð hann af, að fyrir-
skipa lækningar, en skipa að hætta við niðurskurðinn.
Hann ritaöi til mín og fól mjer, að standa fyrir út-
rýmingu fjárkláðans í öllu amtinu.
Jeg fór svo til Stafangursamts í ársbyrjun 1877, og
veitti amtmaður mjer þá skriflega heimild til, að kaupa
nauðsynleg baðlyf og taka menn mjer til aðstoðar sem
kláðalækna. Þetta lieimildarskjal sýndi jeg svo odd-
vitunum og hreppstjórunum í þeim sveitum eða hjeruð-
um, þar sem jeg fann fjárkiáða.
Þeir boðuðu þá sveitarstjórnarfundi, hver í sinni
sveit, en þess má geta, að sveitirnar eru eins mann-
margar og fjölbyggðar sýslur á íslandi. Enn fremur
gjörðu þeir það heyrum kunnugt, að hætta skyldi við
allan niðurskurð á sauðfje. Amtmaður fjekk mikið lof
fyrir úrræði sitt, og sveitarstjórnirnar lýstu þvi yfir, að
hann skyldi ekki hafa neina ábyrgð á útgjöldunum við