Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 50
48
aður dýralæknir Lambrecht, cn aðstoðarmaður hans var jeg/
Við unnum svo saman að útrýming fjárkláðans í
syðra BergenJiúsamti í fjögur ár, frá 1868—1866; stóð
Lambrecht einkum fyrir iækningunum, en jeg skoðaði
sauðfjeð bæði til að finna kláðann á undan og svo á
eptir, til þess að tryggja það, að hann leyndist eigi.
Útrýmingin gekk allvel. Yið tókum til lækninga
127,405 kindur og 7,674 geitur. Til lækninganna gengu
56,516 pund af tóbaki. Laun dýralæknisins (2000 kr.)
voru greidd af ríkissjóði, en amtið borgaði kostnað við
baðlyfin, fæðispeninga dýralæknisins, þóknun til mín og
til sjerstakra kláðalækna, er voru alls 35 að tölu.
Kostnaður amtssjóðsins var nærri 16000 kr. á ári eða
í fjögur ár 63540 kr.
Þegar þessi fjögur ár voru liðin, þá var á enda
sá tími, er ríkið hafði veitt fje til dýralæknisins. Amts-
ráðinu virtist málið þá vera komið í svo gott horf, að fjár-
eigendurnir gætu sjálfir út rýmt fjárkláðanum. Það á-
kvað, að veita eigi meira fje til útrýmingar fjárkláðanum,
hvorki til baðlyfja eða til kláðalækna. Amtsráðið ákvað,
að ráðstafanirnar gegn fjárkláðanum skyldu heyra und-
ir sveitastjórnirnar, en setti reglur um, hvernig ráðstaf-
anirnar skyldu vera.
Hreppstjórarnir (Lensmœndene) áttu að hafa umsjón
með framkvæmdummanna til útrýmingar fjárkláðanummeð
aðstoðamtsdýralæknanna. Enþessiaðferðreyndistmjögilla.
Á árunum 1862 — 66 höfðum við Lambrecht út
rýmt fjárkláðanum í 12 hjeruðum; þá var kláði eptir í
5 hjeruðum, en það var ekki fyr cneptirl4ár að það heppn-
aöist, að verða alveg laus við fjárldáðann í þeim. Jeg
er alveg sannfærður um, að ef amtið hefði veitt fje til
útrýmingarinnar einu ári lengur, þá hefði heppnazt að
út rýma fjárkláðanum í þcssum 5 hjeruðum eða sveit-
i