Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 127
Um dýrasjúkdóma,
er sýkt geta ínenn.
Eptir Magnús Mnarsson dýralækni.
„Margt er líkt með skyldum“, segir gamall máls-
háttur, og á hann hjer vel við. Það er engin furða,
þegar litið er til þess, hve lík æðri dýrin eru mannin-
um að allri gjörð og eðli, þótt ýmsir sjúkdómar sjeu
þeim sameiginlegir. Það gefur að skilja, að allar þær
skepnur, sem sams konar líifæri hafa, sjeu undirorpnar
þeim hinum sömu sjúkdómum, sem leiðir af því, að
þetta eða hitt líífærið skaddast á einhvern hátt. Sár
(skurðir, brot, mar), skortur á fæðu eða lopti, of mikill
kuldi eða hiti, ofbrúkun eða vanbrúkun einstakra líf-
færa o. m. fl., valda líkum sjúkdómum hjá öllum hinum
æðri dýrum. Elli, slit og þreyta hafa í för með sjer
sams konar breytingar, hvort heldur cr um menn eða
málleysingja að ræða.
En auk þessara sameiginlegu sjúkdóma er þó sæg-
ur til af öðrum, sein sjerstakir eru fyrir eina eða fleiri
tegundir dýra, enda er það aðalreglan, að hver tegund
hafi sína sjerstöku sjúkdóma, og er það sumpart afleið-
ing af sjerstökum lifnaðarháttum hverrar tegundar, eða
þá af því, að þær eru misjafnlega góð gróðrarstía fyrir
eitthvert ákveðið sníkjudýr eða sníkjuplöntur.
Margir af sjúkdómum þeim, er sníkjuverur þessar
valda, eru þó sameiginlegir fyrir tvær eða fleiri tegund-
ir dýra, og köllum vjer þá næma, er þeir berast frá