Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 39
37
dangkt srnjör. Með þessu smjörmerki er því verið að
tryggja „danska smjörið góða“ fyrir því, að öðru smjöri
sje blandað saman við það, sem sje lakara að gæðum.
Með þessu móti eiga kaupendur smjörsins auðveldara
með, að greina annara landa smjör frá dönsku smjöri.
Hafi það þvi verið erfitt hingað til, að selja smjör með
dönsku nafni, sem annarstaðar hefur verið búið til og sum-
staðar verið reynt, þá veitir það enn torsóttara hjer eptir,
enda ætti slíkt ekki að eiga sjer stað. Þótt einhverjum dytti
í hug, að selja íslenzkt smjör, sem danska vöru, þámundi
það vitnast bráðlega, og þeim hinum sama ekki haldast
það lengi uppi. Það væri einnig afar-óhyggilegt, að
gjöra þess konar tílraunir, því að slíkt mundi að eins
illt af sjer leiða fyrir sölu á smjöri hjeðan; það yrði
oss verst sjálfum.
Ef samin væru lög hjer á landi um vörumerki, þá
væri tilgangurinn auðsær sá, að því er snertir smjör,
að vernda það, sem vel er verkað, með sjerstöku merki
og seija það sem íslenzkt smjör. Það verður naumagt
hægt að banna með lögum, að flutt sje út smjör miður
vel verkað; en það má tryggja það smjör, sem t. a. m.
er búið til á mjólkurbúum, með vörumerkjalögum, að
því sje eigi blandað saman við annað. Það smjör, sem
hefur rjett til þess, að vera merkt hinu lögákveðna
merki, er svo boðið fram og selt sem íslenzk vara.
Búnaðarfjelag íslands sje falið, að taka til, hvernig
merkið skuli vera, hvernig það eigi að nota, og veita
leyfið að fengnum fullnægjandi skýrslum. til þess að
við hafa það. Aðalskilyrðið fyrir því, að hafa rjett til
að nota mcrkið, hlýtur að vera það, að þeir. sem búa
smjörið til og verka það, hafi notið kennslu í meðferð
mjólkur og smjörgjörð og fengið vottorð um góða
kunnáttu í þoirri grein. Á mjólkurbúum ætti ekki að