Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 130
128
klæjar ákaft. — Sýkin er mjög næm og berst hún opt
á menn, enda er hundurinn öðrum dýrum fremur hand-
genginn manninum. Mörg dæmi eru til þess, að allt
heimilisfólkið hefnr fengið kláða af einum hundi, og
þarf opt ekki annað til, en að maður klappi kláðahundi,
til þess að taka af honum sýkina. Kláði, sem menn
taka af hundum, er jafnan illur viðfangs og að mikl-
um mun illkynjaðri en kláði frá hestum. Það er mjög
eptirtektavert, að hundar geta fengið kláða af mönnum;
þeir eru því hinir mestu viðsjálsgripir í því, að haida
mannakláða við og breiða hann út.
Kettir fá kláðanu vanalega fyrst í kring um eyrun,
og getur hann dreifzt þaðan út um allt höfuðið og enda
allan kroppinn, og eru kláðaeinkennin, mjög lík því,
sem þau eru hjá hundinum. Menn geta hæglega fengið
kláða af köttum, en sjaldnast er hann mjög illkynjað-
ur, batnar jafnvel stundum af sjálfum sjer.
Yfir höfuð geta menn fengið kláða af öllum þeim
skepnum, sem grafmaurinn liíir á. Pannig geta menn
sýkzt af sauðfje, nautum, svínum og geitum, en það er
hvortveggja, að grafmaura-kláði er mjög fágætur hjá
þessum dýrategundum, og svo virðist hann þá ekki
eins hættulegur mönnum.
Þött menn nú þannig geti fengið kiáða af alidýr-
unum, mun það þó tiltölulega, miklu sjaldnar en að
sýkin berist á mann af manni. Bn úr því að reynsla
er fyrir því, að kláðasjúkar skepnur geti verið mönn-
um hættulegar, er varhuga gjaldandi við því, að hafa
mikil mök við þær. Einkum verða menn að varast
hundana; af þeim stafar mest hætta, eins og áður er
tekið fram, og ættu kláðasjúltir hundar og kettir alls
ekki að vera innan um fólk. Þeir, sem hirða kláða-