Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 28
26
því, enda þótt smjör það, sem flutt verður þangað frá
íslandi, að tiltölu við frá öðrum löndum, verði eigi
nema einn dropi í hafinu. Það eru fullar líkur fyrir, að
það megi selja meira af smjöri á Englandi, en nú á
sjer stað, og enn meiri líkindi eru til, eða vissa fyrir,
að markaður þar haldist framvegis. Þessi skoðun hef-
ur einkum við tvennt að styðjast:
1. Englendingar sjálfir leiða fram lítið af smjöri.
A Englandi og Skotlandi er aðaláherzlan, að þvi er
nautpeningsræktina snertir, lögð á það, að ala upp gripi
og fita til niðurlags. Þeir, sem leggja stund á mjólk-
urframleiðslu, selja hana flestir í stórbæina, enda eru
það einkum þeir, sem búa nálægt þeim, er hafa mjólk-
urkýr. í mörgum bæjum á Englandi cru stór mjólkur-
söluhús, er kaupa mjólk af bændum og selja hana apt-
ur út. Yerðið á mjólkinni er einnig svo hátt. að það
borgar sig ckki að búa til smjör úr henni. Nýmjólk-
urpotturinn er seldur að vetrinum á 20—22 aura, og
að sumrinu á 16—20 aura.
í Lundúnum er verðið jafnvel enn hærra. írland
er aptur á móti mjólkurbúaland, og býr til smjör. Þar
voru við árslok 1899 um 232 mjólkurbú, er leggja
stund á smjörgjörð. („Mœllceritidendeu 1900). Smjör-
framleiðslan hefur þó eigi aukizt þar að neinum mun
hin síðustu ár, og mun nauinast vaxa mikið fyrst um
sinn.
2. Á Englandi fjölgar fólkinu árlega, einkum i
bæjunum, og þörfin fyrir smjör fer því vaxandi. Þetta
styður að því, að markaður fyrir smjör mun haldast
framvegis. Smjörneyzlan fer einnig í vöxt, sem sjá
má af eptirfarandi töflu. Svo telst til, að smjöreyðslan
sje á hvern mann á Englandi í enskum pundum svo
gem hjer segir: