Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 31
29 1898—99: 1899- -1900
Marz . . . 95,6 aurar . . 89,6 aurar
April . . . 87,5 — . . 88,0 —
Maí . . 1 CO^ i-H 00 . 87,2 —
Júní . . . 81,4 — . . 92,0 —
Júlí . . . 87,5 — . . 92,0 —
Ágúst . . . 100,2 - . 100,8 —
Scptember . . 110,5 — . . 99,0 —
Október . 110,3 — . . 100,8 —
(„Tidslcrift for Landökonomi“ 1900, bls. 579).
Pað sjest af töflu þessari, að verðið á smjörinu er
eiuna lægst frá því í aprílmánuði til júlímánaðarloka.
í ágústmánuði fer það að hækka, eða svo hefur það
verið sjerstaklega þessi 2 ár. Yfirleitt er verð á dönsku
smjöri mjög jafnt frá ágústmánaðarbyrjun til ársloka.
Petta nota Danir sjer einnig, því mestur er smjörút-
flutningurinn frá Danmörku einmitt frá byrjun október-
mánaðar til júnímánaðarloka, eptir því sem útflutnings-
skýrslurnar bera með sjer.
En verðið á smjöri frá öðrum löndum er miklu
misjafnara, og vanalega lægst að sumrinu, einsog áður
er á vikið. Þegar framboð er meira en eptirspurn
eptir smjörinu, þá kemur það allra-minnst niður á
dönsku smjöri ; verðið á því heldur sjer betur en á
nokkru öðru smjöri. Pað sjest af þessu, hvílíka þýð-
ingu það hefur, að vanda vel vöru sína, svo hún geti
náð áliti og trausti kaupandanna.
í Danmörku, eða einkum þó í Kaupmannahöfn, er
árlega selt mikið af smjöri, og er mestur hluti þess
aðfluttur. Þetta smjör er bæði frá Svíþjóð, Finnlandi,
Ameríku og víðar að. Það jafnast ekki á við danskt
smjör að gæðum, enda er verðið á því miklu lægra.
Vanalegt verð í Höfn á finnsku og norsku smjöri er