Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 125
123
Flutt 3,816,294 kr.
Seyðisfjörður: 329,690 —
Eskifjörður: 135 180 —
Samtals: 4,281,164 kr.
og jafna upphæð missa þessir bæir samanlagt, aðminnsta
kosti á öld hverri í sjóinn fyrir óhyggilega húsagjörð,
og auðvitað því meira, sem bæirnir stækka meira; og
ekki nóg með það, hcldur mætti nota þessa upphæð til
þess, að auka atvinnu og arðvænleg fyrirtæki fyrir íbúa
bæjanna; gjöra það mögulegt að húsin gætu staðið á-
föst hvert við annað án aukakostnaðar, og ef húsin
væru byggð úr steini, þá hyrfi sú yfirvofandi hætta, að
bæirnir cða mikiil hluti þeirra brynnu í einu, líkt og
hefur svo opt fyrir komið í smábæjum erlendis, sem
reistir hafa verið úr timbri. Þá ætti landið og minna
á hættunni að taka sjálft að sjer ábyrgð húsa í land-
inu. Og síðast, en ekki sízt, mætti geta þess, að ólíku
minna af kolum mundu þessir bæir eyða eptir stærð á
hinum ýmsu tímum, ef húsin yrðu súglaus.
Þegar litið er til sveitahúsa, þá segir sig
sjálft, að þörfin fyrir tiglsteinshús er enn þá brýnni,
þar sem húsakynnin eru bæði óhollari og endingar-
minni, en timburhús í kaupstöðum. Jeg talaði nýlega
við bónda, sem byrjaði búskap í vor, er leið, á góðri
jörð í nánd við Eeykjavík; þar hafði verið reist timb-
urbaðstofa fyrir 6 árum; var hún orðin svo fúin, að
bóndinn sagðist ekki geta búið á jörðinni, ncmabyggja
baðstofuna upp í vor; kvaðst hann heldur mundukjósa
að fara frá henni.
Nærri má geta, hvað annað eins ástand hlýtur að
hnekkja búskapnum og þoli bænda til að halda áfram
búskap sínum.
Það var annars ekki tilgangur þessarar stuttu rit-