Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 64
62
undinu, en sárin myndast við sífellt nag mauranna,
þegar þeir leita fæðu sinnar.
Þremur til fjórum dögum eptir, að maurarnir hafa
verpt eggjunum. skríða úr þeim lifandi ungar, en ung-
arnir þroskast svo íljótt, að þeir geta tímgazt, þegar
þeir eru 8 til 9 daga gamlir.
Yel er hægt að þekkja sundur karlmaura og kvenn-
maura. Karlmaurinn er optast lítið eitt minni og fjör-
ugri. Kvennmaurinn er aptur á móti gildvaxnari og
stærri. Fram úr höfðinu á þeim er hvass broddur, er
þeir nota til að stinga með. og klóra húðina ineð, þeg-
ar þeir leita sjer fæðu. Þar sem maurarnir geta tímg-
azt jafnungir, þá er auðsætt, að þeir geta fjölgað á-
kaflega fljótt, en fjölgunin fer mikið eptir því, í hverj-
um hita sauðkindur með kláðamaura eru.
Þegar sauðkindur, sem hafa fengið á sig kláða-
maura, eru í heiturn húsum, þá fjölga kláðamaurarnir
mjög fljótt og kláðasýkin brýzt bráðlega út, en þegar
fje er í kulda, þá gengur fjölgun mauranna mjög seint.
Þess vegna er það, að kláðasýkin kemur miklu seinna
í ljós á útigangsfje, en á lömbum og hrútum, sem eru
fóðruð á veturna í hlýjum húsum; þess vegna er það
einnig, að kláðasýkin brýzt mest út á sauðfje á vorin,
því að þá er því opt mjög heitt, bæði af því að þá er
ullin einna-mest á því og svo er sólargangur langur.
Sauðfje er því opt heitt á vorin, enda magnast kláða-
sýkin þá injög mikið.
Kláðasýkin kemur fyrst í ljós við það, að sauð-
kindina klæjar mikið, þar sem maurarnir setjast að á
henni. Þetta kemur af hinu sífellda klóri og nagi
mauranna. Af sárum, sem koma af þessu, fer húðin
að þykkna, síðan fer að myndast bólga, og loks mynd-