Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 228
226
þvi, að byggja 2— 300 faðma langan garð austur frá Orms-
stöðum. Norðureudi garðsins nær norður á svokallaðan
Hrosshólma, en það þarf að lengja hann um 100 faðma
norður hólmann og hlaða svo þaðan vestur í Posslæk.
Þegar áin er búin að bera svo mikið undir sig, sem hún
getur gjört áður en mjög langt líður, að húu hættir að
renna í sínum núverandi farvegi austau við Holtsliverfið,
þá leitar hún vestur á bóginn að Fosslæk, og er þá ómiss-
andi að hafa garð úr Hrosshólma vestur í lækinu, til þess
að vernda graslendi það, er þá verður fyrir henni, sje hún
látin sjálfráð. í'rá Hrosshólma norður í íjall er aillangur
vegur, mest graslausir aurar, og mundi áin liafa þar vel
rúint um sig vostur í lækinn. Vegarlengdiua úr Hross-
hólma norður í fjall og vestur í Posslæk mældi jeg ekki,
en virtist þær líkar. Að haida garðinum áfram beintnorður
í fjall, er ekki ráðlegt. Þar er ekki efni við hendiua og
það mundi þrengja meira að farvegi árinnar.
Holtshverfingar voru í önnum við sjóróðra og því
ekki búnir að vinna neitt að fyrirhleðslunni í vor, eu hug
liafa þeir á að halda verkinu áfrain. Þeir sjá liver nauð-
syu er á Jiví, og svo mun sjera Kjartan prófastur hvetja
þá til framkvæmdanna.
Á seinni árum hefur kvísl úr Markarfljóti vanalega
runnið austur sljettlendið undir Eyjafjöllum alla leið austur
í Holtshverfi og opt gjört allmikinn skaða. Um liættu þá,
sem af því getur leitt, ef fljótið er látið sjélfrátt, svo og
áætlun um varnir gegn þeirri hættu, má lesa í skýrslu
Búnaðarfjelags Suðuramtsius 1896, eptir Sæmund heitinn
Eyjólfsson. Aætlun }>á gjörði hann sumrrið 1895. Tvö
næstu sumur mun fljótið lítið liafa runuið austur með, eu
svo fór reunslið aptur að ágerast og var svo mikið um tíma
í vor, að illfært var austur með Ejölunuin hiun vanalega
veg og liorfði til vandræða, ef það hefði lengi staðið. Um
hvítasunnu var vatnið mikið farið að fjara. Þá tóku þeir
sig til Vestur-Eyfellingar og hlóðu í stærsta ál kvislarinnar,
sem austur reuuur vestan við Seljalandsmúla. JÞeir lilóðu