Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 157
155
og heilsan hins vegar margra peninga virði. Einnig er,
víðast nú orðið, farið að hafa nákvæmt eptirlit með
mjólkurkúm, sem seld er mjólk úr í bæina. Fólk þar
getur því verið nokkurn veginn öruggt um, að kjöt
það og mjólk, sem það leggur sjer til munns, sje ekki
skaðlegt hoilsunni. — Hjer á landi er engin slík var-
kárni við höfð, og jeta menn yíirleitt allt af kjöttægi,
sem tönn á festir, hvort heldur það er ætt eða óætt,
og sumir gæða sjer jafnvel á miltisbrandskjöti með
hinni mestu sálarrósemi í þeirri öruggu trú og vou, að
allt slarkist af, en því betur fer þeim fækkandi, sem
svo bíræfnir eru.
Það er auðvitað, að reglulegri kjöt- og mjólkur-
skoðun verður óvíðast við komið hjer á landi sökum
vöntunar á mönnum, er vit hafi á, enda mun enn sem
komið er ekki vera eins brýn nauðsyn til þess eins og
víðast í öðrum löndum. Berklaveiki í fólki fer þó stöð-
ugt í vöxt, og víst er um það að hún er hjer til í
nautum, þótt mjög lítið kveði að henni enn þá. Hætt-
an er til og líklegt að hún aukist ár frá ári.
Reglulega kjötskoðun þyrfti að fyrir skipa í öllum
bæjum og stærri kaupstöðum, þar sem árlega er mörgu
slátrað og mikil kjötverzlun, því að hætt er við, að á
murkaðinn slæðist, vísvitandi eða óafvitandi, kjöt eða
slátur, sem mönnum stafi hætta af að borða, einkum
ef þeir standa i þeirri trú, að það sje ósaknæmt með
öllu. Er það hin mesta furða, að slíkt skuli ekki þeg-
ar vera komið á í jafnfjölmennum bæ, sem Reykjavík
er, þar sem kjötverzlun mun vera tiltölulega meiri en
í flestum minni bæjum erlendis, og er Reykjavík þó
eini kaupstaðurinn á landinu, sem átt hefur kost á sliku
og það með tiltölulega litlum kostnaði.
Það er ekki hægt hjer að fara að kenna mönnum