Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 137
135
í görnum hundsins, enda sýgur hann sig líka fastan
milli smátrefjanna innan á þörmunum, og fer því enn
minná fyrir honum en ella. Ætíð eru margir í hverjum
hundi, og stundum er þeim svo fjölskipað, að hundruð-
um skiptir á ofurlitlum bletti. Eptir rannsóknum pró-
fessors Krabbes er ineira en fjórði partur allra hunda
hjer á landi með þessum ormum. Aptasti liður band-
ormsins er ætíð langstærstur og í honum einum eru
fullþroskuð egg, svo hundruðum skiptir. Eggin berast
með saurnum frá hundinum og geta valdið sullaveiki
hjá mönnum, nautum, sauðfje, geitum, svínum, hestum
(sjaldan) og ýmsum fieiri skepnum. Optast fá skepnur
eggin í sig með fæðunni eða drykkjarvatninu; í magan-
um meltist svo skurnið og unginn úr því smýgur þá
út í kroppinn og nemur optast staðar í lungum eða
lifur og verður þar að sulli. Sullirnir verða stundum
ákaflega stórir, og í hverjum einum myndast opt svo
hundruðum skiptir af bandormahöfðum, sem hvert f'yrir
sig getur orðið að nýjum ormi, ef bundur jetur sullinn;
því er ormasægurinn svo mikill í hvcrjum hundi.
Þegar á allt er litið, er það auðsætt, að bandorma-
tegund þessi stendur ákaflega vel að vígi í baráttunni
fyrir tilveruuni; fyrst og fremst geta eggin þroskazt og
orðið að sullum í svo mörgum dýrategunduiu; væri það
mesti munur, ef þau væru bundin við að eins eina teg
und dýra, eins og t. d. T. mediocanellata, sem á sull-
rekinu að eins þrífst 1 nautum; í öðru lagi er viðkom-
an svo feikiieg, að furðu gegnir. Segjum, að í hverj-
um lið sjeu 500 egg, sem verði að jafnmörgum sullum;
í hverjum sull myndist svo 200 bandormahöfuð, er vaxi
og verði að ormum. Afkvæmi 1 liðs (dýrs) eru þá orð-
in 100,000 eptir eina hringferð, og eptir tvær hring-
ferðir tíu þúsund miliónir! Þessar tölur sýna að eins,