Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 49
47
studdi málið með ráðum og dáð. Þegar Schau var bú-
inn að gjöra nægilegar rannsóknir á sauðfjenu, er við
tókum fyrst til þess að framkvæma þær á, þurfti að
gjöra verklegar tilraunir með margt fje í einu.
Varð það að ráði, að gjöra tilraun með útrýming
fjárkláðans í eyju þeirri, er Tyrsnœs heitir. í eyjunni
voru 5000 kindur, sumar kláðasjúkar, en sumar heil-
brigðar; svo var stranglega bannað, að flytja út í eyna
kláðakindur, til þess að vissa væri fyrir, að sóttnæmið
bærigt eigi annarstaðar frá, og til þessj að árangurinn
af tilrauninni kæmi ljóst fram.
Síðan var byrjað á að baða fjeð með tóbaksseyði
og lækna kláðakindurnar. Lækningarnar voru fram-
kvæmdar af 10 mönnum, sem höfðu lært lækningaað-
ferðina. Það sýndi sig nú, að baðlyfið var rjett valið
og áreiðanlogt. Við baðanirnar kom það í Ijós, að
kláðinn hvarf algjörlega á kindunum, og að það heppn-
aðist að upp ræta fjárkláðann algjörlega!;á Tyrsnæseyjunni.
Nú var búið að sýna það í reyndinni, að það var
eigi svo erfitt að upp ræta fjárkláðann. Syðra Bergen-
/n'ísamt hafði samkvæmt skýrslum um málið haft 80000
kr. skaða af fjárkláðanum. Nú hafði það á sínu
valdi, að losast við þessa landplágu.
Schau sýndi það, að auðgefið var að upp ræta fjár-
kláðann. Hann gjörði enda á öllum hinum ónýtu til-
raunum, sem áður höfðu verið gjörðar, og kenndi
mönnum ákveðna og áreiðanlega aðferð, til þess að út
rýma fjárkláðanum, og verður sá hagnaður, sem fjár-
eigendur í Noregi hafa haft af rannsóknuin Schaus,
tæplega rnetinn til peninga. Schau á því miklar þakk-
ir skilið fyrir starf sitt í fjárkláðamálinu.
Þegar Schau hafði lokið rannsóknum sínum, sagði
hann af sjer og fjekk lausn. í stað hans var svo skip-