Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 140
138
dýra. — Jeg þekbi dæmi til þess, að bundar voru hafð-
ir inni í fjárhúsi, á meðan orinalyfið var að verka á
þá; er slíkt ófyrirgefanlegt hugsunarleysi eða hirðuleysi.
Annað dæmi þekki jeg og það af eigin sjón; þegar
bundarnir höfðu verið innibyrgðir þann tíma eptir inn-
gjöfina, sem reglugjörðin ákvað, var þeim auðvitað sleppt
út, og hvað mundu þeir þá annað fyr gjöra, en að
lilaupa út á tún og setjast þar hver á sína þúfuna!
Skoðaði jeg saurindin og úði og grúði í þeim af band-
ormum. Þetta var rjett fyrir túnasláttinn.
Því miður munu hundalækningarnar allvíða fara
nicira eða minna í handaskolum, og koma því sjaldnar
cn skyldi að tilætluðum notum. Opt liggur sökin hjá
Jieim, sem valdir eru til þessa starfa, en optar mun
hirðuleysi og óhlýðni hunda-eigandanna um að kenna.
Þegar hjer við bætist, að opt er illt eða ómögulegt að
koma ormalyfjunum ofan í hundinn nema einu sinni og
margir þeirra æla þeim upp að vörmu spori, án þess
að þau komi að nokkru gagni, væri ef til vill ástæða
til að fara að efast uin, að hundalækningarnar komi að
eins iniklu gagni og menn almennt virðast halda.
Bkki má samt skilja orð mín svo, að jeg sje al-
gjörlega mótfallinn öllum lækningum hunda af band-
ormum; síður en svo. Ef þær fara að öllu leyti vel
úr hendi, geta þær orðið til mikils gagns. En það eru
ckki „lækningarnar*, sem aðaláherzluna á að leggja á.
Vissasti vegurinn til þess, að út rýma sullaveikinni er
sá, að láta hundana aldrei jeta í sig sulli, og það
mundi jafnfraint kosta minna fje og fyrirhöfn. Hunda-
lögin, sem áður voru nefnd, gjöra líka hvcrjum þeim,
er slátra lætur skepnum sem sullir finnast í, að skyldu,
að grafa niður eða brenna alla sulli og sollið slátur, en
því miður eru ef til vill engin lög brotin eins opt hjer