Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 33
31
mest komið undir oss sjálfum, hvernig það heppnast
framvegis, að selja smjör til útlanda. Ef smjörið er
gott, vel verkað og um það búið eins og vera ber og
kaupcndurnir óska, þá má óhætt gjöra ráð fyrir því,
að seija megi það fyrir viðunanlegt verð, eða það, sem
vjer getum kallað gott verð. En sje það illa verkað,
óvandlega um það búið o. s. frv., þá er einnig víst,
að verðið á því verður lágt, jafnvel töluvert lægra cn
hægt er að solja sains konar smjör hjer. Auk þess
spillum vjer þá fyrir sölu á öðru smjöri og ef til vill
ónýtum algjörlega markað fyrir smjör hjeðan af landi,
og er þá ver farið en heima setið.
Hin síðustu árin hafa nokkrir einstakir menngjört
tilraun með sölu á smjöri til útlanda, bæði til Englands
og Hafnar. Reynsla sú, er fengizt hefur á þennan
hátt, er auðvitað lítil, en hún er þó mikilsverð eigi að
síður og gefur ýmsar bendingar, er komið geta að
notum.
JaJcob Gunnlögsson seldi íslenzkt smjör í Höfn
síðasta sumar, og fengust 68 aurar fyrir pundið í því.
Það var sauðasmjör, og var helzt fundið að því, að
það væri of lítið litað. í brjefi til mín, dags. 12. októ-
bermán. 1900, segir Jakob um þetta smjör, „að ef
það hefði verið jafnvaudað kúasmjör og mátulega litað,
þá mundu hafa fengizt 75 aurar fyrir pundið“. Sum-
arið 1899 seldi hann einnig smjör frá íslandi, og fjekk
þá 80 aura fyrir pundið, en þá var smjör yfir höfuð í
miklu hærra verði í Höfn.
ólafur kaupmaður Árnason á Stokkseyri seldi
smjör til Englands síðasta sumar, og fjekk 65 aura
fyrir pundið. Þetta smjör var ekki allt frá sama heirn-
ili, heldur höfðu nokkrir bændur lagt saman og falið
Ólafi að selja. Hver þeirra safnaði í ílát sjer, og voru