Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 122
120
ur við að hafa trjeglugga í íbúðarhi’isum sínum, og
gætu þeir dugað lengi, ef efnið væri betur valið í þá,
en gjörzt hefur að undanförnu.
Til skýringar vil jeg geta þess, að þar sem þykkt
veggjanna í áætluninni nr. 4 er ákveðin */2 steinn, 1
steinn, eða 1 x/2 steinn, þá er miðað við tiglstein, sem
sje 8 þuml. á lengd og 4 þuml. á breidd; a/a steinvegg-
ur er þannig 4 þuml., 1 steinveggur 8 þuml. og l1/^
steinveggur 12 þumlungar. Svo má geta þess, að því
lægri sem veggurinn úr tiglsteini er, því ódýrari verð-
ur hann; þannig yrði veggur 5 álnir á hæð ekki hafð-
ur nema 8 þuml. á þykkt. Áætluniu sjálf skýrir, hvað
margir steinar fara í hverja □ alin í vegg, eptir því
hversu veggurinn er þykkur.
Fyrir dýrleika sakir hafa sárfá íbúðarhús verið
reist úr grásteini í Reykjavík og verða enn síður reist
úr grásteini hjer eptir, þar sem svo miklu erfiðara er
að ná til hans nú en áður, að gjört er ráð fyrir, að
verð hans stígi nú um 20 °/0. Auk þess er grásteinn-
inn lekur eins og svampur, en dýrt að setja á hann
cementshúð, vegna þess hve veggir úr honum eru ó-
sljettir. Og væri farið að höggva steininn sljcttari
undir húðina, þá yrði sú leiðin enn þá dýrari.
í Reykjavík er því ekki annað sýnilegt, en að öll
hús verði reist úr timbri, og svo er víðar, t. d. á ísa-
firði, þar sem hvert hús er byggt, úr tiinbri og naum-
lega hægt að afla sjer grjóts í grunnana undir húsin
nema með ærnum kostnaði, enda standa mörg hús þar
niðri í jörðunni.
Það er örðugt að gjöra sjer nálcvœma grein fyrir,
hvað þjóðin ynni við það, að gjöra hús sín úr tiglsteini
í staðinn fyrir úr timbri; en ekki þarf lengi að leita,
til þess að sjá, að ávinningurinn yrði afar-niildll.