Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 165
163
rotnun, og mun þannig löguð kjöteitrun vera einna al-
gengust.
Eins og kunnugt er, stafar öll rotnun af sjerstök-
um flokk baktería, rotnunarbakteríunum, og eru þær
svo að segja alstaðar; einkum er mikið af þeim í melt-
ingarfærum allra skepna. Allt, sem lifir, fer að rotna,
þegar lífið cr horfið, en misjafnt er það, hve fljótt ber
á rotnuninni og hve áköf hún er. í kulda ber minna
á henni en í hita, og í frosti hættir hún. Með ýmsum
efnum má drcpa rotnunarbakteríurnar og verja þannig
rotuuu. Eitt hið algengasta af þessum efnum er saltið.
Með suðu má einnig drepa þær, en suðan hefur opt
engin áhrif á eitrið, sem þær þegar hafa myndað.
Rotnunareitrið getur verið mjög mis-megnt og eru marg-
ar ástæður til þess. — Þegar skepnan er dauð, aukast
og margfaldast rotnunarbakteríurnar ótrúlega fljótt í
þörmunum, enda er þá ekkert til að halda þeim i skefj-
um, og fara þær þá von bráðar út í kviðholdið og inn
í blóðið og svo um allan kroppinn. Skrokkar af veik-
um dýrum og sjálfdauðum rotna jafnan miklu fyr en
af þeim, sein slátrað er heilbrigðum. Sje blóðinu hlevpt
úr skrokknum og innýflin undir eins tekin út, rotnar
kjötið iniklu síður.
Það er ágæt regla, að sjóða vel allt kjöt; með
suðu má drepa allar sóttkveykjur, en hún er þó ekki
einhlít til þess, að gjöra allt lcjöt ósaknæmt; mörg
eiturefni þola suðu; fiestar kjöteitranir koma af rotnuðu
kjöti, og því verður um fram allt að varast, að kjötið
eitrist við rotnun. Ef nota skal til manneldis kjöt
af veikum dýrum eða sjálfdauðum, verða menn í stuttu
máli að gæta þess, að gjöra skrokkinn svo iijótt til, sem
auðið er, ná úr honum blóðinu og taka út innýfiin;
11