Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 91
89
fyrir neðan Skriðuvaðið niður og gjöra hann dýpri. Ef
farið er gegnum Tíðaskarð, þarf að gjöra skurð frá
Flóðinu gegnum skarðið, og eru það um 90 faðmar.
Þar sem melurinn í skarðinu cr hæstur, þarf skurður-
inn að vera 14—15 fet ádýpt; meðaldýpt skurðarins á
þessarri leið mun þurfa að vera 8—12 fet. Um initt
skarðið þarf að hlaða upp skurðbakkana á 40 faðma
löngum kaíia, neðan frá botni og upp úr. Skurðurinn
gegn um skarðið þarf að vera 24 fet á breidd að ofan.
Fyrir utan Tíðaskarð þarf enn fremur skurð, eða skurð-
urinn að halda áfram og út í ána eða árfarveginn, og
eru það um 280 faðmar. 1 sjálfu skarðinu þarf að
gjöra stíflu-umbúnað í skurðinn, svo auðið sje að stifla
hann, er þurfa þykir, svo sem vor og haust. Enn frem-
ur þarf brú yfir skurðinn. Sundurliðaða áætlun um
kostnaðinn hef jeg gjört, en sleppi að setja hana hjer.
Þess skal að eins getið, að allur kostnaðurinn við skurð-
argjörðina gegn um Tíðaskarð ásamt stíflu í skurðinn
og brú yfir hann nemur framt að 10,000 kr.
Ef dýpka skyldi árfarveginn fyrir vestan hólmann
í ánni, þá yrði kostnaðurinn við það stórum minni. Ef
sú leið er valin, þá ætlast jeg til, að vatuinu úr kvísl-
inni fyrir vestau hóimann sje veitt í eystri kvíslina,
meðan verkið er unnið. Síðan skal gjöra skurð eptir
miðjum farveginum frá því á móts við há-melhornið
vestan árinnar, að framanverðu við vaðið á henni, og
út á móts við neðri hólmatána. Yegalengd þessi er um
160 faðmar. Breidd skurðarins þyrfti holzt að vera 10
faðmar og 2 fet á dýpt. Því, sem upp úr skurðinum
kemur, þarf að aka burt, svo það skolist ekki aptur
með vatninu ofan í farveginn. Kostnaðurinn við þetta
verk, ásamt stíflunni, mun verða nálægt 3000 kr. En
nú bcr þess að gæta, að ef þetta er framkvæmt, sem