Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 65
63
ast útbrot d húðiimi. Að sex til átta vikum liðnum
frá því, er sauðkindin fjekk sóttnæmið, fer að bera á
útbrotum, þar sem maurarnir halda sig mest, með hrúðr-
um og skorpum. Bptir því sem sýkin magnast, vaxa
hrúðrin, og svo fara smásprungur að koma á hörundið.
Ullin fer að detta af kindinni, hún hríðleggur, af og loks
deyr kindin af sýldnni, ef hún fær enga hjálp eða
lækningu.
Eins og áður er sagt, er orsök fjárkláðans kláða-
maurar, og ekkert annað. Ef rneuu því eru í vafa um,
hvort ldáði sje á sauðfje, þá er áríðindi, að geta geng-
ið úr skugga um, hvort maurar eru á kindinni eða
ekki. Vilji menn því finna maurana, þá er bezt að
láta vera heitt á ldndinni. Má þá annaðhvort halda
kindinni í sólargeisla eða láta hana í vcl hlýtt hús. Við
hitann fara maurarnir á kreik. Eins og eðlilegt er,
halda maurarnir sig ekki í hrúðrunum. Par hafa þeir
engrar fæðu að leita. Það verður að leita að þeim
undir hrúðrinu, og ef hlýtt er á kindinni, má vel sjá
þá með berum augum. Maurarnir eru uokkuð spor-
öskjulagaðir, hjer um bil 2/„ millimetrar á lengd og J/a
millimeter á brcidd Það má sjá þá eins og smáar
hvítar agnir, sem hreifast til og frá. Ef reglulegt sár
er myndað undir hrúðriuu, þá leita maurarnir þaðanog
halda sig mest í jöðrunum á sárinu, þar sem sárið og
höruiidið mætast.
Það er bezt að kanna þessa staði með uál og bera
undir stækkunarglcrið. Þá líður sjaldan á löngu, áður
menn finna dýrið.
En nú getur svo farið, að niaurarnir finnist ekki,
og þá er hæpið að fjárkláði sje á kindinni; hana getur
klæjað af öðru. Því verður að athuga, hvort eigi sje
fellilús (tricliodectes) á kindinni. Ef hún er, þar sem