Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 146
Í44
og sauðfje. Útlit hringormsins getur verið æði marg-
víslegt, og fer það mjög eptir því, á hvaða tegund dýra
sýkin er, og opt er það talsvert breytilegt á dýrum
sömu tegundar, en aðaleinkenni sýkinnar eru þossi:
Hjer og þar á hörundið, einkum höfuð, háls og útlirni,
koma hárlitlir eða berir blettir, sem í fyrstu eru litlir
og með greinilegum takmörkum, en stækka smáinsam-
an út á við og renna þá opt saman og verða að stór-
uiil skellum, sem stundum ná yíir allan skrokkinn.
Blettirnir eru vanalega kringlóttir að lögun, og opt
batnar veikin í miðju, og vaxa þar þá hár, en heldur
áfram að breiðast út á við; koma þannig fram stærri
eða smærri hringir og dregur sýkin nafn sitt af þeim.
Blettirnir eru opt alþaktir þykkum skorpum og hrúðr-
uin með sárum undir, en stundum (á hestum) sjástekki
aðrar breytingar í húðinni en áköf hreisturmyndun
(flasa). Skepnurnar klæjar lítið sem ekkert í blettina.
Það er mjög algengt, að menn fái sýki þessa af
nautum, hundum og hestum, einkum mjaltakonur og
þeir, sem hirða skepnurnar. Kemur hún optast á hend-
ur, handleggi og höfuð, og er að öllum jafnaði miklu
erflðari viðfangs á mönnum en skepnum. Með hrein-
læti og varasemi má þó vel verjast henni, og eiga hjer
við allar hinar sömu varúðarreglur, sem nefndar eru
við kláða.
Gtcitur (favus s. tinea) er algeng hörundssýki hjer
á landi, og veldur henni einnig sveppur (Achorion
Schönleinii), sem hefst við í húð og hári; er hann að
mörgu leyti afar-líkur hringorms-sveppinum, enda eru
hvorirtveggja sjúkdómarnir mjög svipaðir. Geitum fylg-
ir þó optast talsvert meiri hrúðurmyndun, og eru skorp-
urnar vanalega gulgráar að utan, en innan jafnan
bre nnisteinsgular, kringlóttar og flatar með laut í miðju
•