Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 184
182
manns um þá ferð dagsett 12. desembermán. það ár.
Þess skal að eins getið, að þegar ferðin var gjörð og
skoðunin fór fram, var jarðabótavinnan byrjuð í 3 syðri
hreppunum og á sumum stöðum komin töluvert áleiðis.
Það gat því naumast komið til greina, að gjöra breyt-
ingu á þeim svæðum, er valin höfðu verið og taka önn-
ur, jafnvel þótt eitthvað hefði mátt að þeim finna. Mest
var búið að vinna í Vatnsleysustrandarhreppi, og f hin-
um hreppunum einnig töluvert; en í Bessastaðahreppi
var vinnan ekki byrjuð. Þótt sum af þessum yrking-
arsvæðum, er valin höfðu verið, sjeu eigi alls kostar
góð og hentug sem matjurtareitir, þá má samt óhætt
fullyrða, að þau geta öll orðið að góðum notum, með
þeim endurbótum, er jeg benti á að gjöra þyrfti, og
síðar hafa að flestu leyti verið teknar til greina.
Síðasta vor fór jeg aptur um þessa 4 hreppa, til
þess að líta yfir jarðabætur þær, er þá voru þegar
gjörðar. Skýrsla um þá fcrð mína til sýsluinanns er
dags. 13. júní f. á., og er þar skýrt frá, hvað jarða-
bótunuin leið, og það metið til dagsverka, sem gjört
var. En vegna þess, að jarðabótavinnunni var eigi
lokið, gat þetta mat eigi verið nein fullnaðar-úttekt að
því sinni, heldur að eins bráðabyrgðarskoðun.
Um síðustu áramót fór sýslumaðurinn í Gullbringu-
og Kjósarsýslu þess á leit við „Búnaðarfjelag íslands“, að
það útvegaði mann til þess að taka út og meta til
dagsverka áður nefndar jarðabætur; var mjer síðan
falið að framkvæma þcssa matsgjörð.
Jarðabótunum cða yrkingunni er komið svo, að
reitirnir eru undirbúnir undir vanalega voruppstungu
og sáningu. Svæðin eru girt gripheldum görðum, jarð-
vegurinn stunginn upp, ruddur og mulinn, og borinn í
áburður.