Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 86
84
ög veita á hann vatni sem straumáveitu. Elömhur,
Breiðabólstaður og Vesturhópshólar eru taldar beztar
jarðir í Yesturhópi. Engjarnar á Breiðabólstað liggja
vel við til vatnsveitinga, og mætti gjöra þar uppistöðu-
áveitu með tiltölulega litlum kostnaði. Bresturinn, sjera
Ilálfdán Ouðjónsson, sem þar býr, hefur þegar byrjað á
því og hefur það gefizt vel. Haun er búmaður góður
og hefur mikinn áhuga á búskap og jarðabótum. Ein-
um ókosti við jörðina tók jeg eptir, og er hann sá, að
engjarnar liggja þannig, að eigi sjest á þær að heiman;
hefur það ávallt töluverða þýðingu, þegar um vörn er
að ræða.
Á Vesturhópshólum býr hreppstjóri Þorlákur Þor-
lálcsson, snyrti-bóndi og búhöldur góður. Hann hefur
bætt jörð sina mikið, aukið túnið svo, að nú fær hann
af því helmingi meiri töðu en þegar hann kom þar.
Engjarnar hefur hann einnig bætt með áveitu, cnda
liggja þær vel við bótum. Mestur hluti engjanna, sem
nú eru, var áður óræktarmýri. Af svæði, sem fyrir
nokkrum árum gaf af sjer 50—60 hesta af laklegu
heyi, fást nú um 300 hestar af bezta fóðurheyi.
Það er enginn eii á því, að mýrina fyrir austan
og framan túnið má gjöra alla að bezta áveituengi.
Yesturhópshólar eru því ein af þeim jörðum, sem tekið
hafa miklum bótum, og sem enn þá má bæta ósegjan-
lega mikið.
Úr Vesturhópinu fór jeg fram í Vatnsdal. Vatns-
dalurinn er nafnkenndur fyrir fegurð sína og gæði, enda
eru margar jarðir þar góðar og farsælar bújarðir. Þar
heimsótti jeg fyrst gamla skólabróður minn frá Hólum,
Magnús Stefánsson á Flögu, og fyrverandi alþingis-
mann Bj'órn Sigfússon á Kornsá, prófast Hjörleif Ein-
arsson á Undirfelli, bændaöldunginn og Vatnsdalshöfð-