Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 231
22!)
á einum stað þarf að hlaða undir liami á nokkrum föðm-
um.
Úr Fljótshlíðinni fór jeg til Ólafs læknis á Stórólfs-
hvoli. £>ar mældi jeg fyrir áveituskurði úr Iívolslæk.
Frá Stórólfshvoli fór jeg suður í Eyjarhverfi í Land-
eyjum. Mældi þar hvort hægt væri að ná vatni til áveitu
úr læk, kallaður Fljótsvegur, sem kemur upp á aurunum
fyrir innan Aurasel. Það reyndist vel mögulegt. Vegurinn
er laugur, en það þarf ekki að gjöra vatninu farveg nema
um ca. 320 faðma, að öðru hefur það sjálfgjörðan farveg.
Við lækinn þarf að gjöra 130 faðma langan skurð, 7 fet
á breidd og rúmt fet á dýpt og hlaða dálítið á neðri hakk-
ann, svo sem 2 fet frá skurði. Nokkru neðar þarf að gral'a
gegnum 4 f’eta liáan valllendishakka 26 faðma og þarf
skurður sá að vera með 6 feta botnbreidd. Svo þarf þriðja
skurðinu uokkuð langt neðar, 166 faðma að lengd, og þarf
hann að vera með sömu botnbreidd. Skurðiun verður að
leggja gegnum valUeudisbakka, sem er rúm 6 fet á hæð,
þar sem hann er hæstur. Þessir 3 skurðir mundu verða
samtals 37500 teningsfet. Það verða 150 dagsverk, þegar
250 teuingsfet eru í dagsverki. Sumstaðar þarf þar uokkuð
djúpt að grafa og skurðurinn næst lækuum, 130 faðmar,
verður seingjörður, af því þar er kastmöl i jarðveginum.
Úr Eyjarhverfinu fór jeg vestur Þverárbakka og suður
á svouefnda Krókbæi og Hólabæi, sem eru vestast í Laud-
eyjum. Þaðan fór jeg svo með sjávarbæjunum austui- að
Bergþórshvoli. Það höfðu margir á leið þessari óskað
eftir að jeg kæmi til sin, mest til ráðagjörða um áveitu og
framræslu. A Bakkabæjunum og Hólabæjuuum hafa sumir
gjört nokkuð að því, að taka vatn úr Þverá til áveitu, og
er mjög auðvelt að ná þvf. En sumir, sem neðar búa, eru
hræddir við þær áveitur, að áin muni brjóta sjer farveg
um áveituskurðina og þá setja allt f flóð fyrir sunnan. En
það er hægt að koma í veg fyrir þá hættu, þvi auðvelt er
að búa svo um skurðina, að þar sje minui hætta en annar-
staðar. Ef nokkrir faðmar við ána eru snidduhlaðnir af
16