Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 88
86
er, og væri þörf á að koma í veg fyrir það, ef þess
væri kostur. Það mundi bæta mikið, og hindra, að
flóðin fjari mjög snögglega, að gjörðir væru flóðgarðar
eða fyrirstöðugarðar á engjunum frá árbökkunum og
upp að brekkunum fyrir ofan flóana. Ef þessir garð-
ar væru gjörðir, mætti halda vatninu eptir vild á eugj-
unum, og þyrftu bændur þá ekki, eins og nú er, að
vera algjörlega háðir veðuráttunni, hvernig sem
hún væri. Jafnframt því að gjöra þessa garða,
þyrfti, ef unnt væri, að þurrka flóana fyrir ofan
árbakkana. Jeg hygg, að það inundi bezt verða gjört
með því, að gjöra skurði eptir þeim, ofan til við þá
miðja, er lægju að nokkru leyti jafnhliða ánni, og í
hana á hentugum stöðum. Ef þetta hvorttveggja væri
gjört, hlaðnir flóðgarðar á ýmsum stöðum og flóarnir
ræstir fram, mundu engjalöndin batna, og grassprettan
verða jafnari og ekki eins óviss.
Þegar jeg var á ferðinni um Vatnsdalinn, höfðu
10 bændur þar i fjeiagi fengið sjer sláttuvjel. Her-
mann Jónasson á Þiugeyrum var í fjelagi með Vatns-
dælingum um að kaupa vjelina, og var byrjað að slá
með henni þar. Hún þótti gefast all-vel, en bezt reynd-
ist hún á þurri mosajörð. Á harðlendi, t. a. m. hörðum
árbökkum, sló hún illa, og eigi verður hún notuð, ncma
þar sem sljett or. Þessi sláttuvjel Vatnsdælinga er frá
vorksmiðju S. H. Lundlis í Kristjaníu, og er nefnd
„Walter a. Woods“ sláttuvjel. Vjelar frá þessari verk-
smiðju eru sterkar og vandaðar og hafa jafnan reynzt
vel. — Kaupmaður Magnús Sigurðsson á Grund í Eyja-
fírði á sláttuvjel, og hefur hann slegið með henni nú í
nokkur ár, og hún gefizt vel. Þessi vjel er nefnd „Mac
Cormicks“ sláttuvjel númer 4. Hún er töluvert stærri
en sú, er áður var nefnd, og af þeim sökum þyngri í