Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 43
41
3. Oeymsla smjörsins. Frá því búið er að fylla
smjörílátið og unz það er flutt í kaupstaðinn, ríður á
að geyma það á góðum stað. Smjörið fer bezt með
sig og heldur sjer bezt, að það sje geymt á svölum
8tað, þar sem hvorki er ofmikil birta eða hiti. Lang-
æskilegast er, að í sambandi við mjólkurbúin væru reist
íshús, mismunandi að stærð eptir þörfum. Að sumrinu er
ísinn opt bráðnauðsynlegur til þess að kæla með mjólk,
rjóma og smjör. Það er opt í hitatíð, að erfitt er að
geyma smjörið óskemmt, nema ís sje á reiðum höndum
til að kæla það með. Bezt er, að hitinn sje sem allra-
minnstur, þar sem smjörið er geymt; ætti hann helzt
ekki að vera yfir 4° C.; því minni sera hann er, því
betra er það. Ef þau mjólkurbú, er stofnuð kunna að
verða á næstu árum, sjá sjer eigi fært að koma upp
litlum íshúsum, þá ættu þau eigi að síður að safna ísi
að vetrinum í kesti, þekja þá að utan og geyma til
sumarsins.
í stærstu kaupstöðum landsins, sem smjjir úrsveit-
inni er flutt í til geymslu um lengri eða skemmritíma,
þyrftu að vera íshús, til að geyma smjörið í, þar til
það er sent út. Sumstaðar hafa þau verið reist, og
þar sem því er að heilsa, mundu sennilega smjörsend-
ingar fást geymdar í þeim, eða í einhverjum klefa
þeirra, ef rúmið leyfði. í Reykjavík eru nú fleiri en
eitt íshús, en þrátt fyrir það mun mjög hæpið, að smjör
fáist geymt í þeirn að sumrinu vegna þrengsla. Það
væri því eigi vanþörf á, að þar væri reist eitt íshús
enn, sem sjerstaklega væri til þess ætiað, að geyma
í smjör til útflutnings.
Að geyma smjör í pakkhúsum kaupmanna, eins og
þau gjörast almennt, er frágangssök. Þar ægir öllu
saman, og sóðaskapurinn og ódaunninn keyrir opt fram