Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 21
19
mjög bagalegur misskilningur, sprottinn af vanhugsun
og ókunnugieika. Nú er áríðandi, eins og áður er tek-
ið fram, að smjörgjörðin fari batnandi, og að ekki sje
sent út annað smjör en það, sem er vel verkað. En
skilyrðið fyrir því, að smjörverkunin batni, og komist
í það horf, að smjörið geti orðið boðleg vara á mörk-
uðum erlendis, er það, að bændur sameini sig og smjör-
gjörðin fari fram í fjelagi. Fyrir því eru mjólkurbú
eða rjómabú nauðsynleg og sjálfsögð alstaðar þar, sem
hugsað er um sölu á smjöri til útlanda. enda eru þau
skilyrði fyrir betri og fullkomnari smjörgjörð.
2. Mjóllmrbú. Það er þegar tekið fram, að mjólk-
urbú eða rjómabú sjeu skilyrði fyrir því, að smjörverk-
unin fari í góðu lagi. En þau hafa einnig þýðingu að
því, er snertir sölu á smjörinu.
Kaupendur smjörsins erlendis leggja mikla áherzlu
á það, að smjörið sje samkynja að gæðum og útliti, og
að það sje boðið fram í gtórkaupum. Þeir vilja fá að
vita nokkurn veginn fyrir fram, hversu rnikið smjör þeir
gcfi feDgið t. a. m. á mánuði eða styttri tírna, og því
meira.sem það er, því fúsari eru þeir til samninga.
Það er einnig reynsla fyrir því, að smjör frá mjólkur-
búum selst betur en smjör frá einstökum mönnum
(„bændasmjör"). Þetta stafar meðfram af því, að
af „bændasmjörinu“ er boðið fram lítið eitt í senn, eitt
og eitt ílát í senn, inismunandi að stærð og útliti. Og
þegar svo er, þá er smjörið einnig ósamkynja, bæði að
því er snertir söltun þess, litun, umbúnað og fleira. Af-
leiðingin af þessu er sú, að verðið færist niður, og
erfitt veitir, að útvega kaupendur að smjörinu, eða
gjöra samninga um sölu þess. Sala smjörsins hlýtur
því að verða háð enD meiri breytingum, en sala á
smjöri frá uijólkurbúuin, og eigi er þá auðið fyrir fram
2*