Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 92
90
hjer er ráð fyrir gjört, þá mun Skriðuvaðið dýpka að
mun. Hvort ]mð yrði þeim mun dýpra þá, en það er
nú, að það legðist niður eða yrði ófært, læt jeg ósagt,
enda þótt mjer þyki ólíklegt, að svo mundi verða. En
vatnið í Flóðinu mundi með þessu móti grynnast um
15—18 þumlunga. En þá kemur upp land, er þornar,
er nemur 200—250 engjadagsláttum. Eptir svo sem
5—10 ár mun þetta land orðið að allgóðu ongi, ef allt
fer með felldu.
Ef eitthvað yrði af framkvæmdum í þessa átt, þá
er áríðandi, að veita vatni yfir leirurnar, sem þorna,
haust og vor, og helzt að láta vatnið liggja yfir þeim
stöðugt í þurrkum og næðingum, einkum meðan þær eru
að gróa upp.
Enn er eitt athugandi, og það er, að um leið og
framrás Flóðsins er gjörð greiðari á þann hátt, er áður
er getið, hljóta „flóðin41, sem koma að vorinu, þegar allt
Iáglendið fer í kaf, að fjara fljótar en þau gjöra nú.
Til þess að aptra því, þyrfti, eins og áður er bent á, að
gjöra flóðgarða með hæfilegu millibili, og halda vatninu
á lengri eða skemrari tíma eptir atvikum. Jarðir þær,
er land eiga að flóðinu, og sem nytu góðs af uppþurrk-
un þess, eru 6 að tölu.
Ef mig minnir rjett, eru þrjár af þeim eign lands-
sjóðs, 1 kirkjnjörð og 2 bændaeignir.
Úr Vatnsdalnum fór jeg út í Þingið eða „Vatnsdal
ytri“, sem það var nefnt í gamla daga. Par heimsótti
jeg minn góða gamla kennara Hermann Jónasson á
Þingeyrum, hreppstjóra Jón ÓJafsson á Sveinsstöðum
og bændahöfðingjann Magnús Bjarnarson í Hnausum.
Alstaðar var mjer tekið hið bezta, enda eru Húuvetn-
ingar viðurkenndir fyrir að vera framúrskarandi gest-
risnir, sem og Norðlendingar yfir höfuð. í Þinginu