Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 96
94
ir þær, er bcinlínis geta notið góðs af þessari vatns-
veitingu, eru 8, og auk þess 4 aðrar að nokkru leyti.
Milli Dalsár og Þverár, austan Hjeraðsvatna, eru
stórir mýraflákar afarblautir, en grasgefnir vel. Mest-
ur bluti þeirra heyrir til jörðunum Hjaltastöðum, sem
er þjóðeign, og Frostastöðum, sem er bænda-eign.
Nokkur hluti af þessu svæði, er minnzt var á, er
nefndur Hjaltastaðakílar, og eru þeir mjög vatnsfullir
og blautir yfirferðar. Þetta land mætti bæta mjög með
framræslu, enda þótt hallinn sje lítill. Fyrir framan
Hjaltastaðakíla þarf að gjöra öflugan skurð, neðan frá
Hjeraðsvötnum, og upp að holtunum fyrir ofan flóann.
Einnig þyrfti að gjöra annan skurð að utanverðu í
landi Frostastaða, og ætti helzt að liggja upp í tjörn
eina fyrir neðan Frostastaði, og svo fram með brekk-
unum, eins langt og þurfa þykir. Fyrir utan Þverá
taka við engjar þessara jarða: Þverár, Framness, Syðri-
Brekkna og Ytri-Brekkna. Þessar engjar liggja lágt
og eru votlendar, og þyrfti því að ræsa þær fram.
Beinast lægi við, að gjöra skurð eptir þeirn endilöng-
um, út með brekkunum og í Hjeraðsvötuin fyrir sunn-
an Hofdali.
Auk þessa, sem hjer er talið, skoðaði jeg í Skaga-
firðinum Keynistaðarmýrar og Víkurmýrar, sem er stór
mýraíiáki, hallalítill og afarblautur, en grasgefinn í betra
lagi. Þesar mýrar heyra til lteynistað og Yíkurtorf-
uuni en lítið eru þær notaðar til slægna vegna vatns.
Hjer er rnikið verkefni fyrir höndum, að bæta þetta
land, sem liggur og legið hefur um margar aldir svo
að segja ónotað. Þennan mýrafláka þarf að þurrka
með framræslu, ásamt mýraflóunum fram með Lang-
holtinu. Það getur naumast lcoinið til mála, að láta
þetta flæmi liggja afskiptalaust og ónotað lengur; það