Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 138
136
hvað viðkoman geti verið, en því fer nú betur, að
meiri hluti eggjanna týnir tölunni, af því að engin
skepna verður til þess að taka þau í fóstur; en því
meiri sem fjöldinn er og því fleiri sem þau dýr eru,
sem sullirnir gcta þróazt í, þeim mun meiri líkur eru
til þess, að eitthvað af þeim komist á framfæri og nái
þroskasti gi-
Hjer er ekki ástæða til þess að fara að lýsa þeirri
voðaveiki, sullaveikinni, sem af bandormi þessum staf-
ar; það hefur verið gjört opt og rækilega, enda munu
flestir þekkja að nokkru kvalir og raunir sullaveikra
manna, og fáir munu þeir vera, sem aldrei hafa sjeð
innau í sollnar skepnur, og þekkja því sýkina í sjón;
en hjer skal farið nokkrum orðum uin varúðarreglurnar
gegn veikinni.
„At ósi skal á stemma“, segir gamall og góður
málsháttur. Ef komið er í veg fyrir það, að hundarnir
jeti í sig sullina: er veikin unnin, og eptir einn hunds-
aldur, eða þegar allir þeir hundar, sem jetið hafa sulli,
eru dauðir, þarf ekki að óttast sýkingu af snllaveiki.
En til þess að draga úr hættu þeirri, sem samtíma
mönnum og skepnum stafar af bandormaveikum hund-
um, er gott ráð, að reyna að eyða ormunum í görnum
hundanna með lyfjurn, „hreinsa hundana“. Ef þess er
gætt nógu stranglega, að verja hundunum sulla-átið,
verða „hundalækningarnar“ óþarfar með tímanum.
Löggjafarvaldið hefur gjört sitt til í þessu efni,
því að með lögum frá 22. maí 1890 eru settar reglur
um það, að grafa skuli eða brenna alla sulli og sollið
slátur, og sýslunefndum og bæjarstjórn gefin heimild til
að semja reglur um lækning hunda af bandormum og með-
ferð á sullum úr sauðfje, og gjöra aðrar ráðstafanir, scm
þurfa þykir til varnar gegn sullaveikinni. Og í hverri