Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 95
93
inn mætti gjöra allan cða mikinn hluta hans að flæði-
engi, með því að veita á hann vatni úr Hjeraðsvötnun-
um. Til þcss að það megi verða, þarf öflugan aðfærslu-
skurð eptir endilöngu eylandinu, og út frá honum aðra
minni skurði, og svo flóðgarða. Vötnin má taka upp
víðar on á einum stað, cn hyggilegast er að minni ætl-
un, að taka þau upp eða ná vatni úr þeim fram með
hlíðinni, langan spöl fyrir framan Vindheima. Þar
i'Sgja þau eða meiri hluti þeirra við vesturlandið, og
staðurinn, þar sem bezt mun að ná þeim upp, er við
melinn, þar sem vötnin sveigjast til austurs. Sje vatnið
tekið á þessum stað, verður aðfærsluskurðurinn nokkru
lengri, en aptur á móti kemur það að betri notum, og
má ná því yfir meira land en ella. Hve langur að-
færsluskurðurinn þarf að vera, verður eigi sagt um,
því að það hefur ekki verið mælt. Mjer þykir ekki ó-
sonnilegt, að hann muni þurfa um eða yfir 2000 faðma.
Þessi skurður, ásamt útbúnaði þcim, er gjöra þarf, þar
scm Vötnin eru tekin upp, hlýtur að kosta mikið. Við
það bætist einnig minni vatnsleiðsluskurðir, flóðgarðar
og stíflur, og kostar það allt mikið fje. Hve miklu sá
kostnaður nemur, verður eigi sagt um fyr, en nákvæm
mæling er gjörð á þessu svæði. En það er alls enginn
efi á því, að hjer er um stórvægilegt framfara-fyrirtæki
að ræða, — vatnsveitinga-fyrirtæki, sem verðskuldar
að veitt sje athygli. Fyrst af öllu þarf að mæla þetta
land og gjöra áætlun um kostnaðinn, sem fyrirtækið
mundi hafa í för með sjer. Þegar það er fengið, og
komi það þá í ljós, að verkið sje framkvæmanlegt og
muni gjöra mikið gagn, þá er að leita ráða til að fá
það framkvæmt. Vatnið í Hjeraðsvötnunum er, eptir
því er bezt verður sjeð, ágætt til áveitu, enda bendir
reynslan á það, þar sem það hefur verið notað. Jarð-
L