Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 154
152
svipaðan hátt og á dýrum. Þegar sýkin kemur i ljós,
eru að meðaltali liðnir 60 dagar frá bitinu og er .bit-
sárið þá vanalega gróið fyrir löngu, en nú fer sjúkling-
inn aptur að verkja í sárið eða örið og kirtlar í kring
bólgna; fylgir þessu almenn ónot í öllum kroppnum og
brátt fer að bera á viðbjóð við öllum fljótandi vörum
(vatnsfælni, hydrophobia); hjer við bætast svo lcrampa-
flog og æðiköst, og bítur sjúklingurinn opt sjálfan sig,
en sjaldan aðra. Mest ber á krampanum í háisi og
kingivöðvum, og kemur hann í hvert skipti, sem sjúkling-
urinn reynir til að kingja. Sýkinni fylgir sár þorsti, en í
hvert skipti, sem sjúklingurinn sjer vatn eða að eins
dettur vatn í hug, fær hann ákaft krampaflog og fylg-
ir því andarteppa og óumræðileg hræðsla og hugar-
angist. Smám saman fer svo að draga af sjúklingnum;
máttleysi færist um kroppinn, og loks deyr hann eptir
2—4 daga voðaleg harmkvæli.
Af hverjum 100 mönnum, sem bitnir eru af bitóð-
um hundum, deyja 80, ef okkert er að gjört. Sje bit-
sárið þegar brennt, deyja um 30, en sje lækningaað-
fcrð hins nafnkunna vísindamanns, Pasteurs, við höfð,
deyja að eins 0,002, eða 1 af hverjum ðOO. Aðferð þessi
byggist á því, að hægt er að deyfa sóttkveykjuna
eptir vild, og ef mjög deyfðu efni er fyrst spýtt undir
húð manns og svo sterkara og sterkara, verður hann
að lokum ómóttækilegur fyrir veikina. Ef þetta er
gjört í tíma við mann, sem bitinn hefur verið af bitóð-
util hundi, má koma í veg fyrir, að sýkin brjótist út og
með því frelsa manninn frá þessum hræðilega voða. í
þessu skyni hafa stofnanir verið roistar 1 útlöndum, og
leita sjer þangað lækninga allir þeir, sem bitnir hafa
verið.
Þó nú sje þannig komið, að flestir verði læknaðir