Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 37
35
á dagskrá síðan .1886. Á’; þinginu 1891 kom fram
frumvarp, er fór því fram, að allir smjörframleiðendur,
er seldu smjör, skyldu skyldir til að nota ákveðið merki
er stjórnin ákvæði, og sektir viðlagðar, ef út af væri
brugðið. Frumvarpið fjell á þinginu, og eptir það lá
þetta mál í þagnargildi um nokkur ár. Svo var það
um sumarið 1896, að landbúnaðarfjelagið danska skip-
aði nefnd til þess, að athuga að nýju þetta smjörmerkja-
mál, og komafram með tillögur um það. Á fundi fjelagsins
10 d. júlí mán. 1897 lagði nefndin fram álit sitt og
tillögur. Tillögur nefndarinnar voru þær, að skipað
skyldi fyrir með lögum um það, að allir notuðu ákveð-
ið eitt og sama merki, er hefði gildi fyrir land allt.
Smjörílátin skyldu öll merkt á 4 stöðum hvert, á
botninn, lokið og á báðum hliðum. Skipaður skyldi um-
sjónarmaður ásamt aðstoðarmönnum til þess að hafa
eptirlit með því, að merkið væri notað, og á rjettan
hátt, að viðlögðum sektum, ef út af væri brugðið,
(„Aarsberetning oni det lwngelige danshe Landiiushold-
ningsselslcab 1897—98). Tillögur þessar sættu mót-
spyrnu, sjerstalega að því leyti, að ekki þótti eiga við,
að lögleiða slíkt merki sem þjóðarraerki. Það var einnig
vitnað til þess, að þá voru fyrir nokkru út komin lög
(27. d. aprílmán. 1894) um vörumerki. í þessum lög-
um eru ákveðnar sektir fyrir að nota röng eða fölsuð
merki á vörum, hverju nafni sem þær eru nefndar.
Sektirnar eru ákveðnar 50—2000 kr. Að því er smjör-
ið sjerstaklega snertir, þá er bannað að merkja eða
auðkenna nokkurt útlent smjör, sem íiutt er inn í landið
þannig, að það verði talið danskar afurðir. Það má
því eigi setja á umbúðir smjörsins neitt það, hvorki
staðanöfn eða annað, er geti bent á, að það sje leitt
fram í Danmörk. En á hina hliðina voru fundarmenn
3*