Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 176
174
gumrum reytingslegar og seinunnar. Þyrfti því nauð-
synlega að ræsa fram skástu stykkin, og sumstaðar
mætti koma á uppistöðu-áveitu. Yíir höfuð er jörðin ein af
þcim, er hefur mikið í sjer fólgið, en verið lítill sómi
sýndur ailt til þessa. Umbætur á henni mundu einnig
kosta ærið fje, ef hún væri bætt sem þyrfti.
Austur í Árnessýslu fór jeg 10. dag októbermán.
bæði til þcss að skoða, hvað gjört hafði verið í Sand-
víkurhreppnum og fleira. Jeg hjelt því fyrst þangað,
og þaðan fór jeg svo austur í Villingaholtshrepp. For-
maður búnaðarfjelags þess hrepps, hreppstjóri Árni Páls-
son á Hurðarbaki, hafði beiðzt þess, að jeg skoðaði þar
svo nefndan Skúfslæk, og gæfl bendingar um framræslu
hans. Þessa skoðun og mælingu framkvæmdi jeg dag-
ana 14. og 15. októbermán. Eptir þeim skýrslum, er
mjer voru gefnar, þá var tilgangurinn með mælingunni
að eins sá, að fá yfirlit eða áætlun um, hvað það mundi
kosta, að skera upp og endurbæta gamla lækjarfarveg-
inn. Eptir þessu fór jeg og mældi því eigi annað, enda
var þess eigi leitað.
Að endurbæta gamla lækinn, eins og hann er nú,
með öllum þeim krókum og hlykkjum, sem á honum
eru, nemur 320—330 dagsverkum. Vegalengdin er um
3560 faðmar. En þótt jeg eptir ósk hreppsbúa mældi og
gjörði áætlun uin endurbætur á gamla læknum, þá verð jeg
þó að telja mcsta óráð, að leggja mikinn kostnað í þær endur-
bætur. Annaðhvort er, að minni ætlun, að láta lækinn eiga
sig að mestu leyti, eins og hann er, eða þá að breyta
töluvert farvegi hans; er þá um tvennt að ræða, annað-
hvort að endurbæta lækinn á þann hátt, að aðalstefna
hans haldist austur í Þjórsá, miðja vega milli Ferju-
ness og Efri-Sýriækjar —, eða gjöra nýjan skurð úr
læknum fyrir austan og ofan Mýrar og halda honum