Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 104
102
jarðabætur voru: túnasljettur 23,456 □ faðmar, varnar-
skurðir 1464 faðmar, flóðgarðar og stíflugarðar 3255
faðmar, vatnsveitingaskurðir 3545 faðmar, o. s. frv.
Sama ár voru í Eyjafjarðarsýslu 7 búnaðarfjelög. Peirra
öflugust eru búnaðarfjelög Arnarnesshrepps og Svarf-
dæla, og gjöra mest að jarðabótum. í þessum 7 fjelög-
um voru samtals 192 fjelagar, og framkvæmdar jarða-
bætur það ár voru 3905 dagsverk. Af þessum jarða-
bótum eru sljettur í túni taldar að vera 28,701 □
faðmar, varnarskurðir 963 faðmar, vatnsveitingaskurðir
2477 faðmar, o. s. frv. Það sjest af þessu yfirliti, að
túnasljettur eru þær jarðabætur, er mest kveður að í
þessum sýslum. Aptur á móti gætir túngirðinga minna,
enda eru tún nyrðra víðast hvar annaðhvort ógirt, eða
þá, að girðingarnar eru mjög Ijelegar. í Húnavatnssýslu
t. a. m., sem stendur efst á blaði að jarðabótum af
þeim sýslum, sem hjer eru nefndar, voru 1898 gjörðir
1220 faðmar af torfgörðum, 351 faðmur af grjótgörðum
og 152 faðmar úr torfi og grjóti. Þessar girðingar eru
um tún, sáðreiti, fjárbæli, og fleira þess kyns; en gjöra
má ráð fyrir, að mestur hluti þeirra sje um tún og
fjárbæli (nátthaga). Búnaðarfjelag Svínavatnshrepps er
hið elzta af búnaðarfjelögunum í Húnavatnssýslu. Það
var fyrst stofnað 1842, og var þá nefnt „Jarðabótafje-
iag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa. Árið 1856
voru fjelagsmenn þess 21, og jarðabætur það ár voru
707 dagsverk. (Samanb. „Húnvetningu bls. 24—25).
Þar sém jeg fór yfir, var víða vaknaður töluverður
áhugi á að stofna mjóllcurbú. Ymsir merkir búmenn,
þar á meðal prestar, áttu tal um það við mig, og ljetu
í ljósi áhuga sinn á því máli. 1 Reykholtsdal lægi vcl
við að stofna mjólkurbú í Reykholti, og sagði sjera
Guðmundur mjer, að þar gætu sameinað sig um eitt