Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 177
175
svo fram í Þjórsá nálægt Arabæjarhjáleigu. Ef fj'rri
stefnunni er haldið, þá þarf að nema burtu alla stærstu
og verstu krókana, en þeir eru aðallega fjórir, og gjöra
nýjan skurð á þeim köflum. Einnig þarf að laga far-
veginn víðar, breiðka hann og gjöra beinan. En sje
hin leiðin farin, gjörður nýr skurður fram Gaulverjar-
bæjarhrepp og í Þjórsá nálægt Arabæjarhjáleigu, þá
mundi það kosta mcira, en kæmi líka að miklu betri
notum. Ætti þá Gaulverjabæjarhreppur að gjöra skurð-
inn í fjelagi við Yillingaholtshreppsbúa. Þessa stefnu
og þessa leið tel jeg lang-æskilegasta, og mundi þá
skurðurinn eða lækurinn gjöra mest gagn, og koma að
betri notum en nú.
Úr Villingaholtshreppnum fór jeg 16. dag október-
mán. og upp í Hrunamannahrepp, að Skipholti.
Guðmundur Erlendsson, bóndi í Skálholti, sem fest
hefur kaup á nefndri jörð og flytur þangað í vor að
öllu forfallalausu, fór þess á leit við „Búnaðarfjelag ís-
lands“, að lána sjer mann til þess að gjöra þar mæling-
ar og ýmsar aðrar athuganir. Tilgangur minn með
ferðinni upp í Hrunamannahrepp var því sá, að verða
við þessari beiðni Guðmundar. Jeg dvaldi þar einn dag
um kyrrt og gjörði það, er fyrir mig var lagt. Skip-
holt er ein af þeim jörðum, er tekið getur á móti mikl-
um bótum, sjerstaklega engjarnar. Ábúandi hennar, sem
nú er, Jón Ingimundarson, hefur gjört þar miklar jarða-
bætur, en meira er þó eptir. Fyrir innan bæinn er
stór mýri, nefnd Breiðamýri, sem er einkar-vel fallin
til uppistöðu-áveitu, því að hallinn er sára-lítill. Vatn-
inu má ná þar úr gili fyrir norðan mýrina, og kostar
það eigi næsta mikið. Guðmundi Erlendssyni er trúandi
til, að koma þar einhverju áleiðis, er hann sezt þar að,
jafnmikill dugnaðarmaður sem hann erí hvívetna; hafa