Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 169
hafið við fyrstu hentugleika, eða svo fljótt, sem auð-
ið væri.
Þaðan fór jeg svo austur í Rangárvallasýslu, að
Helli í Holtum. Sýslunefndin þar í sýslu hafði óskað
eptir, að „Búnaðarfjelag íslands“ sendi mann þangað aust-
ur til þess að akoða svo nefndan Kálfalæk, vestanvert
við Safamýri, og leggja á ráð, hvernig bezt mundi að
skera hann fram.
Einnig átti jeg að skoða, hvort tiltækilegt rnundi,
að gjöra skurð úr Hrútsvatni, til þess að lækka vatnið
í því. Þessa skoðun framkvæmdi jeg 20. dag maímán.,
og voru með mjer að því verki þeir: Ólafur ÓlafssoD
búfræðingur í Lindarbæ, Páll Stefánsson búfræðingur í
Ási og Sigurður Guðmundsson í Helli.
1. Kálfalœlcur er nefndur lækur sá, er rennur úr
Frakkavatni og fram í Þykkvabæjarvötn. Hann er
þannig á sig kominn nú, að sandur hefur borizt í far-
veginn að neðanverðu úr svo nefndum Þríkeldum, og
gjörsamlega hindrað framrás vatnsins. Af þessu leiðir,
að vatnið flæðir allajafna yfir landið með fram læknum,
eiukum að neðanverðu, og gjörir það að verkum, að
heyskapur verður eigi stundaður þar vegna vatnsfyllis.
Eru það einkurn engjar Háfshverflnga, er mest verða
fyrir þessum vatnságangi. Einnig verða sumir bænd-
urnir í Vetleifsholtshverfinu fyrir töluverðum baga við
það, að framrás Frakkavatns er teppt, einkum á vætu-
árum. Til þess að ráða bót á þessu er eina ráðíð það,
eins og nú hagar til, að gjöra skurð úr Iválfalæk tölu-
vert ofar, en sandurinn hefur borizt í hann, til suðurs-
útsuðurs og fram í Þykkvabæjarvötn. Þessi nýi skurð-
ur kernur þá til að liggja vestar en lækurinn gjörir nú
og sleppur þá við sandburðinn úr Þríkeldum. Skurður-
inn þarf að vera um 700 faðma á leugd, 18 fet á breidd
12*