Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 38
36
á því, að merki á smjöri, svipað því, er tillögurnar
gjörðu ráð fyrir, gæti gjört mikið gagn, en ætluðu,
að slíkt ætti að komast á með samtökum og fjelags-
skap meðal mjólkurbúanna. Flestum þótti því óhyggi-
legt, eins og þá stóð á, að lögleiða ákveðið merki á smjöri.
Yoru þessar tillögur síðan felldar á fundi fjelagsins 11.
dag októbermán. sama árs. En jafnframt var þá sam-
þykkt, að skipa nefnd að nýju til þess að íbuga, hvað
gjört yrði og gjöra mætti, til að auka og halda við áliti
danska smjörsins, og koma fram með tillögur þar að
lútandi. Þessi nefnd hefur þegar lokið staríi sínu, og
á fundi í Odensvje á Fjóni 1. dag septembermán. 1900
voru samþykktar reglur um merki á dönsku smjöri, inn-
an smjörmerkjafjelagsins, er þá var myndað af allmörg-
um mjólkurbúum. Helztu ákvæðin í þessum reglum, sem
geta ef til vill gefið oss einhverjar bendingar, eru þessi:
títjórn fjelagsins sjer um, að smjörmerkið verði kunnugt
bæði á Englandi og í Danmörku. Smjörílátin skulu merkt
á hliðinni, og skal merkja allt það smjör, er mjólkurbú
fjelagsins fram leiða til sölu. Fjelaginu er skipt i deild-
ir, og sendir hver deild fulltrúa á aðalfund og auka-
fundi fjelagsins. A aðalfundi skulu rædd málefni fje-
lagsins, og teknar ákvarðanir, er síðan gilda fyrir fjelag-
ið, sem lög væru. Vanræki fjelagsmjólkurbúin að nota
merkið, eða breyti eitthvað út af því, sæta þau sektum,
500 kr. og þaðan af meiri. Ennfremur skal þess getið,
að inn í þetta fjelag eru eigi tekiu önnur mjólkurbú
en þau, sem trygging þykir fyrir, að leiði fram eða
búi til gott smjör. Þetta er einnig í sjálfu sjer eðli-
legt og skiljanlegt, þá er þess er gætt, að tilgangurinn
með fjelagsskapnum og smjörmerkinu er sá, að aptra
því, að smjör annarstaðar frá sje selt á Englandi, sem