Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 149
147
or því í raun og veru baneitraður. Þó munu mörg
dæmi til þess, að menn hafajetið slíkt kjöt, án þess að
þá sakaði; hins vegar eru líka mörg dæmi til þess,
að það heíur orðið mönnum að bráðum bana. Að menn
hafa sloppið iífs af eptir slíkt át, er eingöngu því að
þakka, að kjötið hefur verið rækilega soðið og hrein-
lega með það farið, því að bakteríurnar þola ekki langa
suðu. Bn það verður þó alltjend að teljast stök
heppni, ef enginn hlýtur tjón af, þegar slátur af milt-
isbrandsskepnum er notað til manneldis. Úr því að
farið er að hagnýta sjer slíkar skepnur. gjöra þær til
og brytja í sundur, getur varla hjá því farið, að sótt-
kveykjan breiðist mcira eða minna út, og lítt hugsandi
er þá, að allar bakteríurnar komist í pottinn, svo að
þær verði ósaknæmar. Snerti maður á hráu miltis-
brandskjöti með einum íingri, loða við hann þúsundir
af bakteríum, og borði maður svo án þess að þvo sjer
vel og vandlega, er honum megn lífshætta búin.
Hjá ílestum siðuðum þjóðum er það bannað með
lögum, að hagnýta sjer nokkuð af dýrum þeim, sem
dáið hafa úr miltisbrandi, og cr svo skipað fyrir, að
þau skulu grafin með húð og hári í jörðu niður. Þetta
er og víðast gjört hjer á landi, nú orðið, og hefur með
því móti orðið auðið að stemma stigu fyrir sýkinni, svo
að hún breiðist ekki að mun út meðal dýra og manna.
Mönnum þeini, sem á annað borð fá í sig miltis-
brand með fæðunni eða drykkjarvatninu, er nær und-
antekningarlaust dauðiun vís; þar duga engin lyf og
cnga hjálp hægt að veita, er að gagni komi. Þeim
mun fremur er ástæða til, að forðast að leggja sjer til
munns miltisbrandskjöt og gæta þess, að hafa hreint og
gott vatn til neyzlu. Bn því fer nú betur, að þannig
löguð sýking cr tiltölulega sjaldgæf og miklu ótíðari
10*