Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 159
157
blá með smákyrningi í. Seinna verður bólgan optast
grjóthörð og hverfur aldrei.
Kýr, sem grunur er um að hafi berldavoiki í júgr-
inu, má aldrei mjólka saman við mjólk úr heilbrigðum
kúm, og ekki má hafa hana til matar, nje holdur gefa
skepnum haua, noma hún sje vel soðin. — Mjólk úr
veiku júgri má aldrei uijólka niður í básinn; er það
hið mesta skaðræði bæði fyrir menn og skepnur.
Til þess yfir höfuð að forðast hættu af mjólk, er
bezta ráðið að sjóða hana; en mörgum er illa við að
drekka soðna mjólk, enda missir hún við suðuna tals-
vert af keim sinum og því fara menn sjaldnast eptir
þessu heillaráði. Handa ungbörnum ætti mjólkin helzt
allt af að vera soðin, enda venjast þau henni fljótt.
Ef mjólkin er höfð til smjörs og ostagjörðar, verð-
ur að hita rjómann og undanrenninguna að minnsta kosti
85° C, ef smjörið og osturinn á að vera hættulaust, og
sama er að segja uin aðrar afurðir mjólkurinnar. Sje
rjóminn skilinn úr mjólkinni í skilvindu, minnkar hætt-
an að mun, að því er smjörið snertir, þótt ekki fáist
með því nein trygging fyrir því, að hættulaust sje með
öllu. Bakteríurnar eru þungar í sjer, þótt smáar sjeu,
og fylgja því óhreinindunum aðallega; af rjómanum úr
skilvinduuni stafar minni hætta, en af undanrcnning-
unni, þar sem hann er ljettari.
Fari svo, að berklaveiki í nautum ágjörist að mun
og verði algeng hjer á landi, yrði það hið mesta þjóð-
armein, og verða menn að sporna við því eptir mætti.
Þess verður vel að gæta, að tæringarveikir menn hirði
ekki kýrnar, og mjög er það áríðandi að loptgott og
bjart sje í fjósunum og svo hreinlega um þau gengið,
sem auðið er. Pessum varúðarreglum eiga allir að
geta fyglt. Iireinlætið, birtan og góða loptið er í sjálfu