Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 80
Hér virðumst við Þorgeir vera sammála um það að þættirnir tveir hafi báðir sett mark sitt á kvikmyndalistina „í framvindu greinarinnar“. Orðalag Þor- geirs „að takast á“ er athyglisvert og bendir til þess að raunsæið og fantasían eigi sér ekki ávallt friðsamlega sambúð, jafnvel þótt sú sambúð sé (að mínu mati ef ekki hans) því sem næst óumflýjanleg. Þorgeir heldur áfram: Og það óvænta í þeirri framvindu var, að trúverðugleikaþátturinn, dokúmentarisminn, veruleikaleitin hefur einmitt orðið til þess að uppgötva hinn eiginlega og sérstæða skáldskap kvikmyndavélar- innar. Allt þetta sem nefnt hefur verið filmískt er þaðan ættað. Húmanískur arfur bókmenntanna, orðlistin úr leikhúsinu og al- menn lögmál mannlegrar frásagnar hafa líka mótað aðferðir kvik- myndahöfundanna. En sú aðferðafræði hefur orðið að laga sig að séreigindum filmunnar, enda hefst saga atvinnukvikmyndagerðar víðast hvar á verkum dokúmentarista sem láta heillast af umhverfi mannsins eins og það er mótað af fólki og störfum þess.8 Spurningin um eðli kvikmyndarinnar er greinilega lykilatriði í málflutningi Þorgeirs — samanber hvernig hann ræðir um „hinn eiginlega og sérstæða skáldskap kvikmyndavélarinnar“, „allt þetta sem nefht hefur verið filmískt" og „aðferðafræði“ sem „hefur orðið að laga sig að séreigindum filmunnar“. Mér sýnist Þorgeir taka svipaðan pól í hæðina og þann sem gjarnan er kenndur við franska kvikmyndafræðinginn André Bazin. Bazin var (og er enn) mjög áhrifaríkur fræðimaður, jafnt í heimalandi sínu sem og handan Atlantsála, þrátt fyrir að hann hafi látist árið 1958, aðeins fertugur að aldri. Bazin skildi eftir sig greinasafn í fjórum bindum undir heitinu Quest-ce que le Cinéma? („Hvað er kvikmyndalistin?“) auk fjölda óútgefinna greina. Kenningar Bazin koma skýrt fram í fyrstu grein þessa safns sem heitir hinu lýsandi nafni „Verufræði ljósmyndarinnar“. Þar segir Bazin meðal annars: Frumleiki í ljósmyndun, ólíkt frumleika í málaralist, felst í hinu hlutlæga eðli ljósmyndarinnar. I fyrsta sinn kemst ekkert upp á milli hins upprunalega hlutar og eftirgerðar hans annað en vélræn starfsemi hins lífvana geranda. í fyrsta sinn verður eftirmynd af heiminum til á sjálfvirkan hátt, án skapandi íhlutunar af hálfu manna. [...] Allar listir eru grundvallaðar á nærveru mannsins, aðeins ljósmyndunin nýtur góðs af fjarveru hans. Ljósmyndun verkar á okkur eins og náttúrufyrirbæri, líkt og blóm eða snjókorn þar sem uppruni þeirra í jurtaríkinu eða hinu jarðlæga er óaðskilj- anlegur þáttur í fegurð þeirra.9 Grunnurinn að kenningum Bazin er einmitt þessi sannfæring hans um að ljósmyndin (og kvikmyndin — hann leggur þetta tvennt hér að jöfnu) sé í 78 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.