Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1995, Blaðsíða 90
til vill af ívið of heitri bókstafstrú. Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að leysa þennan ágreining hér í eitt skipti fyrir öll en finnst þó tími til kominn að einhver beri klæði á vopnin. VIII Með hliðsjón af ofangreindum athugasemdum hlýt ég að lokum að spyrja hvort ég telji okkur hafa miðað eitthvað áfram? Ég eftirlæt lesendum að mestu að dæma um það en vil þó í þessu sambandi taka heilshugar undir með Þorgeiri Þorgeirsyni þegar hann skrifar: Mér var kennt að starf Griersons og hans líka væri undirstöðuþátt- ur í nútíma kvikmyndagerð. Þáttur sem enginn heilvita kvik- myndahöfundur mætti láta sér fátt um finnast. Enda hafa dugandi kvikmyndaleikstjórar Evrópu til skamms tíma litið á það sem skyldugan þroskaáfanga að gera dokúmentarmyndir.33 í upphafi máls míns velti ég örlítið vöngum yfir hugsanlegum „endalokum kvikmyndarinnar" í kjölfar aldarinnar sem nú er að ljúka. Margir hafa í þessu sambandi bent á hin óvissu afdrif „skáldmyndanna", þar sem hvert stór- skáldið á fætur öðru hefur fallið frá eða á annan hátt yfirgefið kvikmynda- listina en nýliðun hins vegar verið dræm. Hilmar Oddsson birtir einmitt lista um brottfallin kvikmyndaskáld í grein sem nýlega birtist í Morgunblaðinu.34 Þorgeir Þorgeirson myndi eflaust vilja bæta ýmsum mætum heimilda- myndahöfundum á slíkan lista en sjálfur vildi ég minnast ýmissa Ijósskálda sem einnig hafa horfíð yfir móðuna miklu. Listi Hilmars er góður og gildur svo langt sem hann nær35 en þar mættu samt að ósekju standa nöfn eins og: Arnaldo Ginna, Bruno Corra, Viking Eggeling, Hans Richter, Man Ray, Marcel Duchamp, Fernand Léger, Walter Ruttmann, Oskar Fischinger, Germaine Dulach, Len Lye, Harry Smith, Kenneth Anger, Maya Deren og Norman McLaren — auk nafna þess fólks sem enn er að, svo sem Ernie Gehr, Michael Snow, Yvonne Rainer, Peter Kubelka, og að sjálfsögðu Stan Brak- hage. Tilraunamyndir hafa lengst af markað útjaðar kvikmyndalistarinnar og þurfa lesendur því ekki að blygðast sín þótt nöfn ofangreindra „ljósskálda" séu þeim framandi.36 Þessi jaðar liggur jafnframt óvíða „utar" en á íslandi þar sem tilraunakvikmyndagerð er varla til. Ég kann enga algilda skýringu á þessari staðreynd en mér þykir þó sýnt að hún hljóti að reynast íslenskri kvikmyndagerð fjötur um fót, a.m.k. þegar til lengri tíma lætur. I því ljósi finnst mér rétt að taka ofangreinda ábendingu Þorgeirs Þorgeirsonar og bæta ögn um betur: Kvikmyndalist sem ekki hlúir að öllum möguleikum sínum 88 TMM 1995:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.